Blik - 01.05.1957, Síða 32
30
B L I K
Þá tók hin heilsulausa vinnu-
kona í Reynisholti að þrá til
Eyja. Ef til vill kunni Halldór
læknir ráð við meinum hennar.
Frænda einn átti Þónmn í
Eyjum. Það var Sigurður
Sveinsson smiður í Nýborg.
Hann var móðurbróðir hennar.
Hann leyfði henni að flytja til
sín. Það gerði hún árið 1907.
Þórunn kvaddi heimilið í
Reynisholti með söknuði í þeirri
von að komast þangað brátt
aftur heil á heilsu. En það fór
allt á annan veg.
Halldór læknir rannsakaði
heilsu hennar af sinni alkunnu
nákvæmni og þekkingu. Hann
mun brátt hafa gengið úr
skugga um, að taugasjúkdómur
Þórunnar var ólæknandi. Ein-
vörðungu hlýtt og gott viðmót,
hugarhlýja og hjálpsemi gat
létt bjrrðar Þórunnar, en heils-
an yrði henni aldrei bætt að
fullu. Þórunn naut þegar í rík-
um mæli hugarhlýju hins sam-
úðarríka læknis. Læknishjónin,
frú Anna og Halldór, hlynntu
að Þórunni eftir föngum og
voru henni í alla staði hlý og
hj|álpleg. Alla læknishjálp og
öll lyf gaf læknirinn henni.
Læknisheimilið stóð henni einn-
ig opið. Þar naut hún hlýju og
mannúðar. Þórunn reyndi að
endurgjalda þá mannslund alla
með því að annast böm læknis-
hjónanna og leggja dálitla hönd
að verki þar innan húss.
Þórunn Ketilsdóttir kynntist
brátt að góðu nágrönnum sín-
um, meðan hún dvaldist hjá
frænda sínum í Nýborg. Sér-
staklega varð hún heilluð af
Litlabæjarheimilinu. Hjónin þar,
Ástgeir Guðmundsson bátasmið-
ur og Kristín Magnúsdóttir
frá Berjanesi í TJt-Landeyjum,
bróðurdóttir Þorsteins Jónsson-
ar læknis, voru henni svo ein-
staklega hlý og góð og bömin
alúðleg, Þar sat hún mörgum
stundum, meðan hún átti heima
í Nýborg. Þórunn þráði að eiga
heima hjá þessari fjölskyldu.
Þessa þrá sína bar hún eitt
sinn upp við Kristínu húsfreyju.
Þær ræddu málið um stund.
Börnin í Litlabæ vom sjö og
húsrúm mjög af skomum
skammti. Stofa var í austurenda
hússins þvert irm það. Þar stóðu
f jögur rúm. Tvö önnur lítil her-
bergi voru í húsinu.
Ástgeir Guðmundsson var
kunnur að manngæzku og hjálp-
semi. Ekki vildi hann sporna
við því, að Þórunn fengi húsa-
skjól hjá þeim hjónum, fyrst
Kristín kona hans vildi það. Hér
sannaðist ljóslega hið forna orð-
tak: Þar, sem hjartarúm er,
þar er húsrúm.
Svo flutti þá Þórann Ketils-
dóttir rúmið sitt úr Nýborg í
Litlabæ og fékk að hafa það í
stofunni, þar sem fjögur rúmin
voru fyrir.
Hjá þessari samrímdu og hlý-