Blik - 01.05.1957, Side 33
B L I K
31
huga fjölskyldu bjó Þórunn í
samfleytt 17 ár. Þar var hún í
svokallaðri lausamennsku. Hún
var í eigin vist og vann fyrir
sér með saumum. Nú kom henni
vel að notum það, sem hún hafði
lært að sauma hjá Oddnýu hús-
freyju að Reynisholti. — Þór-
unn saumaði mest karlmanna-
föt þau árin, sem hún dvaldist í
Litlabæ. Verkið fór henni sér-
lega vel úr hendi, eins og allt
annað, sem hún lagði gjörva
hönd að. Kristín húsfreyja og
Þórunn voru mjög samrímdar.
Kristín var bæði glaðlynd kona
og góðlynd, trúkona mikil og
óeigingjöm. Þessar eigindir
hennar höfðu góð áhrif á skap-
lyndi o g sálarlíf Þórunnar.
Þarna í Litlabæ leið henni svo
vel sem nokkur tök voru á.
Húsbændurnir voru henni sér-
lega hjálplegir og góðir. Börnin
alúðleg við hana og prúð. Til
endurgjalds nutu þau hjarta-
hlýju hennar og umhyggju, því
að Þórunn Ketilsdóttir var
sérlega barngóð og trygglynd.
Eins og ég gat um, var
Kristín húsfreyja í Litlabæ trú-
kona mikil. Sá eiginleiki var
líka ríkastur í sálarlífi Þórunn-
ar. Þær höfðu því mikla ánægju
af því að lesa hvor fyrir aðra
sálma, svo sem Passíusálmana
og önnur trúarljóð, og syngja.
Einnig lásu þær saman í Ritn-
ingunni og ræddu um menn þar
og málefni. Þetta innilega trúar-
líf og samlíf þeirra beggja,
Kristínar og Þórunnar, varð
hinni síðarnefndu eins konar
læknisdómur, sem hún naut
lengi — ef til vill til æviloka.
Ég hefi aldrei kynnzt mann-
veru, sem haft hefur svo heill-
andi nautn af trúariðkunum
eins og Þórunn Ketilsdóttir.
Trú hennar gagntók hana gjör-
samlega. Hún sótti kirkju, sam-
komur í K.F.U.M. og K., þar
sem hún starfaði mörg ár, sam-
komur Hvítasunnusafnaðarins
og Aðventista, oft allt sama
daginn af einskærri þrá eftir
að hlusta á trúarleg ræðuhöld,
sálma og söng. Það, sem á milli
þessara flokka kann að bera í
trúmálum, virtist Þórunni Ket-
ilsdóttur algjört aukaatriði.
Trúargrundvöllur þeirra allra
var hinn sami fyrir hennar aug-
um, og það var henni nóg. Sá
grundvöllur var henni allt.
Árin liðu. Börnin 1 Litlabæ
fluttu úr föðurtúnum og gerð-
ust sjálfstæðir heimilisfeður og
mæður. Aldurinn færðist yfir
hjónin Ástgeir og Kristínu. Loks
hættu þau sjálfstæðu heimilis-
haldi í Litlabæ, og Þórunn varð
að flytja þaðan. Hvar var nú
skjól að fá? — Jú, lögð er jafn-
an líkn með þraut.
Árið, sem Þórunn Ketilsdóttir
dvaldist í Nýborg, fluttist hing-
að til Eyja ung stúlka af landi.
Af sérstakri tilviljun hafði hún
kynnzt Þórunni þegar við komu