Blik - 01.05.1957, Page 35
B L I K
33
Nú er ævi komið kvöld,
kraftar allir dvína,
frelsarans í föðurhönd
fel ég sálu mína.
Síðast, þegar sofna ég
södd af heimsins gæðum,
fyrir lífið þakka ég þér
þríeinn guð á hæðum.
Birtan hverfur býsna fljótt,
en blíðan velli heldur.
Vermir dimma dauðans nótt
Drottins kærleikseldur.
Vissulega fór það fjarri, að
trúarskoðanir okkar Þórunnar
Ketilsdóttur féllu í sama farveg.
En hvað um það. Hin barnalega
einlægni hennar og hið hreina
hjartalag skóp með mér djúpa
virðingu fyrir henni, fyrir mann-
kostum hennar og sálargöfgi.
Þórunn Ketilsdóttir átti vissu-
lega barnshjartað, sem meistar-
inn fullyrðir, að leiði til guðs-
ríkis, það er ég sannfærður um.
Blessuð sé minning hennar.
Þorst. Þ. Viglundsson.
Og hversvegna svo, nemend-
ur mínir, að birta þessi orð mín
um Þórunni Ketilsdóttur í árs-
riti Gagnfræðaskólans eða árs-
ritinu ykkar?
Jú, í velsæld og velgengni
megum við hvorki gleyma himn-
inum yfir höfði okkar né sögu
genginna kynslóða. Sú gleymska
leiðir til ófarsældar og ómenn-
ingar, áður en lýkur, og veldur
okkur vanþroska. Hollt er því
okkur öllum, og ekki sízt hinni
uppvaxandi kynslóð, að kynnast
af eigin frásögn lífi og láni eða
óláni slíkra olbogabarna, sem
Tóta í Uppsölum var á uppvaxt-
arárum sínum. Ef þið, nemend-
ur mínir, mættuð auðgast af
samúð með þeim, sem höllum
fæti standa í lífinu, við það að
lesa þessi minningarorð mín um
Þórunni Ketilsdóttur, þá er
marki mínu náð. Einlæg samúð
með líðandi mönnum og svo
málleysingjum leiðir til þeirrar
farsældar, sem hvorki mölur né
ryð fær grandað. Sú tilfinning
er hin helgasta í lifi hvers
manns. Hún er vissulega guðs-
eðlis.
Vitur maður hefur sagt:
Fólk kennir í brjósti um sjálft
sig. Það finnur oft sárt til sinn-
ar eigin eymdar. En það skortir
ímyndunarafl til þess að géra
sér grein fyrir eymd annarra.
Hún snertir það ekki. Þess
vegna lætur það sér hana einsk-
is varða. Ef við hefðum ímynd-
unarafl í stað guðsóttans, þá
yrðu þjáningarnar minni í heim-
inum. Þá mundum við rækja
betur skyldur okkar við drott-
inn.
þ. þ. v.