Blik - 01.05.1957, Side 43
B L I K
41
Þeim lauk kl. 24. Allir aldursflokk-
ar nemendanna skemmtu sér þar og
virtust njóta vel félagslífsins hver
með öðrum.
Dagskrárliðir fundanna voru
kvikmyndasýningar, umræður um
þau málefni, sem stjórn félagsins
valdi í hyert sinn, upplestur og
dansæfing. Framsögumenn í um-
ræðum voru skipaðir daginn fyrir
hvern fund. Gafst það vel. Voru það
venjulega tveir nemendur úr hverri
deild eldri bekkjanna. Ávallt var
kennari til umsjónar og eftirlits í
skólanum, allt fundarkvöldið.
1. des. héldu nemendur ársfagnað
sinn eins og alltaf, síðan skólinn
var stofnaður. Ávallt annast nem-
endur sjálfir alla dagskrárliði árs-
fagnaðarins, velja þá og æfa með
vitund og^ eftirliti skólastjóra eða
kennara. Ársfagnaður skólans hefst
að jafnaði kl. 19 að kvöMi hins 1.
des. og stendur til kl. 1 eftir lág-
nætti. Kennsla hefst þá daginn eftir
kl. 13. Hafa þá nemendur og kenn-
arar tekið niður skraut, raðað borð-
um og stólum og komið öllu í samt
lag eftir umrótið í húsinu, sem er
samfara ársfagnaðinum. Veitingar
eru seldar í skólanum meðan á
skemmtuninni stendur, svo sem gos-
drykkir, pylsur, snúðar og pönnu-
kökur. Þær baka námsmeyjar sjálf-
ar og búa til sölu með rjóma og
sultu. Allur hagnaður af ársfagnað-
inum rennur í ferðasjóð nemenda og
útgáfusjóð ársritsins.
Stjórn Málfundafélags skólans
skipuðu að þessu sinni Daníel Kjart-
ansson, formaður, Hólmfríður Sig-
urðardóttir, ritari, og gjaldkerar
Rósa Martinsdóttir og Rósa Gunn-
arsdóttir.
Trúnaffarmenn skólans
áriff 1955—1956.
Umsjónarmenn:
Landsprófsd.: Árný Guðjónsdóttir.
Miðskóladeild: María Njálsdóttir.
2. b.A: Ingólfur Hansen.
2. b. B: Rósa Martinsdóttir.
1. b.B: Benedikt Ragnarsson.
1.. b. C: Elísabet Arnoddsdóttir.
Hringjari skólans var Sigrún Ey-
mundsdóttir, nemandi í miðskóla-
deild bóknáms.
Vertíffarannir urðu aldrei meiri
en svo í aprílmánuði, að ekki þurfti
að grípa til nemenda skólans til að
bjarga verðmætum eins og mörg
undanfarin ár. Vinnuhlé var því
ekki gefið að þessu sinni á vertíð
svo að neinu næmi.
Sigurður Finnsson, sem verið hef-
ur fastur kennari við skólann síðan
1944, fékk orlof frá kennslustörfum
haustmánuðina fram undir áramót.
Sigurður fór þá til Bandaríkjanna
í kynnisför og kynnti sér þar víða
uppeldis- og skólamál. Eftir ára-
mótin tók Sigurður aftur við
kennslu í skólanum.
Skólaslit fóru fram föstudaginn
18. maí.
Vestmannaeyjum 18. júlí 1956.
Þorsteinn Þ. Viglundsson.