Blik - 01.05.1957, Page 44
42
B L I K
Scra JES A. GÍSLASON:
Ginklofmn
í Vestmanna-
eyjum
Hve nær ginklofans verður
fyrst vart hér í Vestmannaeyj-
um, verður ekki með vissu sagt,
en hans er þar snemma getið. 1
Tyrkjaránssögu, bls. 337, er
þess t. d. getið, að árið 3630
hafi hér dáið 4 konur úr gin-
klofa. Ekki er þá vitað um tölu
dáinna barna.
Árið 1799 rannsakaði Sveinn
Pálsson læknir ginklofann hér.
Hann samdi síðan ritgerð um
sjúkdóminn eftir þá ferð sína.
Einnig var Ólafur Thorarensen
læknir sendur hingað árið 3821
í sömu erindagjörðum.
Sá, sem fyrst fyrir alvöru
rannsakaði sjúkdóm þennan og
réði jafnframt bót á honum, var
Dr. P. A. Schleisner, danskur
læknir, sem sendur var til Is-
lands frá Danmörku 1847 að til-
hlutan stjórnarinnar til að rann-
saka sjúkdóma á Islandi, heilsu-
far og lifnaðarhætti landsbúa.
Ginklofinn hafði þá um langan
aldur deytt fleist böm hér 'í
Vestmannaeyjum. Árangurs-
laust hafði þá verið reynt að
ráða bót á þessum sjúkdómi.
I Landskjalasafninu er
skýrsla eftir séra Jón sál. Aust-
mann að Ofanleiti um ginklof-
ann í Vestmannaeyjum. Nær sú
skýrsla yfir 25 ár, frá 1817—
1842. Á þessum 25 árum f æddust
160 sveinbörn og 170 stúlku-
börn í Eyjum eða samtals 330
börn. Af þeim dóu úr ginklofa
128 sveinbörn og 116 stúlku-
börn eða samtals 244 böm. Fer
hér á eftir kafli úr þessari
skýrslu (um árin 1817—1829) :
Ár Fædd Dáin
Svein- Stúlku- Svein- Stúlk-
1817 bðrn 7 börn 5 börn 7 börn 4
1818 3 3 2 1
1819 6 4 5 4
1820 1 4 1 2
1821 5 4 5 4
1822 8 6 7 4
1823 6 5 5 2
1824 4 10 4 7
1825 6 6 4 3
1826 7 5 6 4
1827 8 4 8 3
1828 6 5 5 3
1829 5 3 4 2
Andreas Iversen Haalland,
sem var læknir hér frá 1840—
1845, lagði til við dönsku stjórn-
ina, að stofnað væri hér í Eyj-
um „uppeldishús fyrir ung-
börn“, og þar sett lærð yfirsetu-
kona. Árangurinn af þessum