Blik - 01.05.1957, Side 46
44
B L I K
til Vestmannaeyja (haustið
1847) var sá læknir hér, sem
Schneider hét, eins og áður seg-
ir. Hann var maður geðveikur
eða mjög þunglyndur. Konur,
sem ólu hér börn um það leytið,
komu til Schleisners og lögðust
inn á ,,Stiftelsið“, sem svo var
kallað. Það var í Garðinum eða
í Brydehúsunum. Þær konur
voru 3 vikur undir hendi læknis-
ins.
Konur voru þó mjög tregar til
að leggjast inn á ,,Stiftelsið“,
þótti vistin þar ill, hvað mat á-
hrærði. Þær munu ekki hafa ver-
ið fleiri en 3—4, sem þar gáfu
sig fram. Tveim veit ég nafn á,
Ásdísi sál. Jónsdóttur, móður
Soffíu Andersdóttur móður
minnar, í Hlíðarhúsi hér og Guð-
finnu sál. Austmann, sem var
kona Árna sál. Einarssonar frá
Vilborgarstöðum. Fæddust þau
þar sama daginn (8. okt. 1847)
Jóhann sál. Jörgen, faðir þeirra
Johnsensbræðra, og Soffía, sú,
er fyrr um getur. Soffía fékk
aðkenningu af ginklofanum þeg-
ar eftir fæðinguna.
Fyrsta barnið, sem fæddist
í ,,Stiftelsinu“, dó (var látið
deyja). Kvaðst Schleisner þurfa
að sjá alla aðferð veikinnar, áð-
ur en hann gæti fyrir alvöru
byrjað á lækningunni.
Veikin byrjaði þannig, að svo
var sem blá slæða legðist yfir
andlit bamsins. Bólga kom í
Ijós kringum naflann. Því næst
fengu börnin stífkrampa. Sum
þeirra lágu svo lengi með
krampann, að sár voru stundum
komin 1 lófa undan hverjum
fingri, þegar þau dóu. Svo fast
krepptust fingurnir inn í hann.
Schleisner læknir lét baða
börnin mjög vandlega þegar
eftir fæðinguna og bera nafla-
olíu svonefnda á nafla þeirra.
Bústýra hjá Schleisner var
Guðfinna sál. Austmann, sú er
fyrr er nefnd. Hjúkrunarkona
var Margrét nokkur, móðir
Guðríðar, sem nú býr í Sjólyst
hér, og yfirsetukona var mad-
ama Guðrún, kona séra Páls
sál. skálda, móðir frú Sólveigar,
er síðar varð hér yfirsetukona.
Sú Sólveig var móðir Matthías-
ar í Holti í Reykjavík og þeirra
systkina. Hún var gift Matthíasi
smiði, og bjuggu þau í Landlyst
í tíð Kohls sýslumanns.
Þess var vandlega gætt, að
sængurkonur lifðu á léttmeti,
máttu alls ekki kjöt bragða. Þær
voru látnar hafa bömin á
brjósti.
Einni konu, sem var í „Stift-
elsinu“, var færð kjötsúpa á
sængina. Schleisner læknir
fann brátt lyktina af súpunni, er
hann kom inn, en enginn vildi
kannast við að hafa neytt henn-
ar. Eftir þetta var tekið fyrir
allt það, sem kallað er „að færa
á sængina“, og urðu því sæng-
urkonur að þola sultinn við svo
búið.