Blik - 01.05.1957, Síða 49
B L I K
47
BALDUR JOHNSEN, héraðdœknir:
Þattur af dr. Schleisner
og baráltunni vib ginklofann í Vestmannaeyjum
og víðar um miðja 19. öld
Þekking á fortíðinni er lykill
til skilnings á nútímanum og
auðveldar útsýnið til framtíð-
arinnar.
I.
í Ketilsstaðaannál anno 1773
segir svo:
„Tala fæddra þetta ár í Skál-
holtsstifti 1272 börn......., en
þeirra dauðu 1086. Voru svo 186
fleiri þeir fæddu en þeir dauðu.“
Mörg árin munu hafa verið
þessu lík hér á landi fyrr á öld-
um, enda marga sjúkdóma við
að glíma, sem nú er búið að
útrýma, að mestu með sérstök-
um heilbrigðisráðstöfunum, sem
haldast í hendur við bætt viður-
væri, meira hreinlæti og betri
húsakynni.
Einn þessara sjúkdóma var
ginklofinn, sem deyddi korna-
börn á fyrsta aldursmánuði.
Einkennin voru svo augljós, að
almenningur var ekki í neinum
vafa um sjúkdómsgreininguna.
n.
Ferðamenn höfðu veitt því at-
hygli, haft spurnir af og skráð
á bækur, þegar á fyrri hluta 17.
aldar, að sérstaklega mikið bæri
á sjúkdómi þessmn í Vestmanna-
eyjum. Sbr. Vestmannaeyjasögu
Sigfúsar Johnsen fyrrv. bæjar-
fógeta hér.
Sá orðrómur komst meira að
segja á, að konur gætu eigi
orðið léttari í Vestmannaeyjum,
og yrðu því að fara upp á land
til að ala börn sín.
Þetta mun nokkuð hafa verið
tíðkað, en var þó enganveginn
einhlítt, eins og síðar mun sýnt
verða fram á.
En hvað um það, reyndin var
sú, að á tímabili, sem sögur fara
af, dóu hér 70—80 af hundraði
allra barna, áður en þau urðu
mánaðargömul.
Margs var til getið um orsak-
ir, en flestar voru þær tilgát-
ur viðsfjarri sannleikanum, og