Blik - 01.05.1957, Qupperneq 50
48
B L I K
fór árangur aðgerða eftir því.
Loks sendu svo stjórnarvöld-
in Svein Pálsson lækni og nátt-
úrufræðing út í Eyjar til þess
að rannsaka ginklofann. Það
var um aldamótin átján himdr-
uð, eða fyrir tæpum 160 árum.
Sveinn var þá nýskipaður
héraðslæknir í austurhéraði
Suðuramtsins, 4. okt. 1799, og
hafði þá nokkur ár aðsetur að
Kotmúla í Fljótshlíð.
Áður höfðu Vestmannaeying-
ar orðið að sækja lækni að Nesi
við Seltjörn (þ. e. á Seltjarnar-
nesi), eða austur á firði eins og
aðrir Sunnlendingar.
Af ferð Sveins varð enginn
árangur. Hann vildi kenna
neyzluvatninu um, sem var tekið
í Vilpu, þegar húsbrunna þraut.
(Óbeinlínis má segja, að þessi
tilgáta væri ekki fjarri sanni,
því að vatnsskortinum fylgdi
alltaf sóðaskapur, þótt Sveinn
hafi sjálfsagt ekki meint það
svo.)
Aðrir kenndu um fisk- og
fuglaáti, og enn aðrir fýlafiðri,
sem nokkuð var notað í sængur,
og lagði af megnan daun.
Nú lá málið niðri meira en 20
ár án þess nokkuð væri aðgert.
En þá var með konungsúr-
skurði 6. júní 1827 ákveðið að
stofna sérstakt læknisembætti í
Vestmannaeyjum (Sbr. „Lækn-
ar á Islandi“ eftir Lárus Blön-
dal og Vilmund Jónsson).
Ætlazt var til þess, að þetta
yrði aðeins bráðabirgðaráðstöf-
un vegna ginklofafaraldursins,
og var fyrsti læknirinn C. F.
Lund því aðeins skipaður til 6
ára, fyrst mn sinn, því að talið
var, að á þeim tíma hlyti að
vera búið að ráða niðurlögum
veikinnar.
En það fór á annan veg. Lund
kom til starfa 23. jan. 1828, og
dó hér eftir 3 ár, 4. des. 1831,
og hafði orðið lítið ágengt í
ginklofamálinu. Þá var enn skip-
aður læknir til 6 ára, fyrst um
sinn, einnig danskur, C. H. U.
Bolbroe að nafni. Hann dvaldi
hér tilskilinn tíma án þess þraut-
in leystist. Þá voru enn skipaðir
tveir danskir læknar hér; A.S.I.
Haalland 1840 og A.F. Schneid-
er 1845; en þannig fór, að eftir
20 ára dvöl þessara fjögurra
lækna hér samfleytt, eða svo
til, hafi lítið áunnizt, en talið
var, að ekkert nema fæðinga-
stofnun gæti leyst vandann, þar
sem konur ælu börn sín og
lærðu meðferð ungbarna hjá
lærðum lækni og ljósmóður.
m.
Þá kom til sögunnar, 1847, sá
læknir, sem átti eftir að bjarga
við málinu; það var dr. P. A.
Schleisner, en hann var sendur
af heilbrigðisstjórninni frá al-
menna sjúkrahúsinu í Kaup-
mannahöfn til þess að rannsaka
og gefa skýrslu um almenn
heilbrigðismál hér á Islandi, og