Blik - 01.05.1957, Side 51
B L I K
49
alveg sérstaklega ginklofann 1
Vestmannaeyjum.
Fyrsta verk Schleisners var
að koma upp fæðingarstofnun-
inni í Garðinum, Danska Garði.
Ljósmóðir við stofnunina var
Sólveig Pálsdóttir, amma hins
merka læknis Matthíasar sál.
Einarssonar.
Þess er getið, að þegar Sól-
veig þessi sigldi til Kaupmanna-
hafnar til að nema þar ljósmóð-
urfræði, þá átti hún ekki að fá
aðgang að fæðingastofnuninni
þar, vegna þess að hún hafði
ekki reynt barneign sjálf.
Það mál leystist þó að lokum,
eftir mikla vafninga.
Fyrsta barnið, sem kom á
fæðingadeildina, dó úr ginklofa.
Nákvæm rannsókn á þessu
barni leiddi til þess, að Schleisn-
er komst strax á rétta braut,
en hún var sú, að farið var að
beita sérstökum sóttvarnar- og
hreinlætisráðstöfunum við nafla-
sárið. Hér var hreinlætið aðal-
atriðið.
Eftir aðeins eitt ár var búið
að kveða ófögnuðinn niður, og
af 20 börnum, sem fæddust árið
eftir, dó aðeins eitt úr ginklofa.
Þarna var unnið afreksverk
við slæmar aðstæður.
Árangurinn af þessu starfi
Schleisners í Vestmannaeyjum
kom fljótlega til hjálpar öðrum
landshlutum og öðrum þjóð-
löndum, því að brátt varð ljóst,
að sjúkdómurinn var eigi að-
Baldur Johnsen.
eins landlægur í Vestmannaeyj-
um, heldur og um allt land og
allsstaðar, þar sem jörð var
ræktuð og því meira um hann,
sem mold var frjósamari.
Þetta átti vel við í Danmörku
og á írlandi, þar sem veikin var
snemma mjög útbreidd. Allt
þetta áttu síðari tíma rannsókn-
ir eftir að styðja enn betur, eftir
að Japaninn Kitasató fann sýkil-
inn 1889, eða vel hálfri öld síðar.
Árið 1891 fundu svo þeir fé-
lagarnir Kitasató og Þjóðverj-
inn Behring blóðvatn við veik-
inni, sem enn er notað undir
vissum kringumstæðum, en
löngu seinna var bólusetning
fundin upp gegn veikinni.
Þrátt fyrir þetta er veikin