Blik - 01.05.1957, Síða 56
54
B L I K
fjiáftui* nmtnda
Huldufólkssaga
Ég ætla hér að endursegja
sögu, sem kona, er ég þekki
mjög vel, sagði mér.
Það var á gamlárskvöld árið
1917, að þrjár konur og ein 11
ára telpa voru að ganga til
kirkju. Veður var mjög gott og
auð jörð. Er þær voru komnar
skammt frá bænum, sjá þær
hvar á að gizka 15—20 ljós
koma upp úr hrauni, sem var
austan til við bæinn. Ljós þessi
líktust svokölluðum olíuluktar-
ljósum, sem þá var venja að
ganga með milli bæja ogútihúsa
þegar dimmt var. Þau virtust
líða áfram eins og í gönguhraða,
og horfðu þær á þetta á að gizka
20 mínútur, þar til þær sáu þau
hverfa í námunda við tóftar-
brot, sem áður hafði verið sel
frá bæ niðri í þorpinu, og var
það kennt við hann. Það var
trú manna, að í selinu væri álfa-
kirkja. Og þar sem enginn gat
ímyndað isér, hvað þetta gat
annars hafa verið, var álitið,
að þarna hafi huldufólk verið á
leið til kirkju.
Á bænrnn, sem konurnar og
telpan voru frá, heyrðust oft
ýmis hljóð koma úr hrauninu.
T. d. bar það við einu sinni,
eitt vetrarkvöld, er fólkið var
inni við vinnu sína, að því heyrð-
ist sem þytur færi fram hjá,
líkt og rekinn væri stór f járhóp-
ur fram hjá bænum, heyrði það
kindajarm, gelt í hundum og
hófatak í hestum. Þetta gat
samt ekki um neinn venjulegan
fjárrekstur verið að ræða, því
að hávetur var. Fólkið fór út
að gæta betur að, en allt var
kyrrt og enginn sást á ferð.
Selma Jóhannsdóttir,
II. vcrknáms.
Sjóferð
Það lætur nú ef til vill hjákát-
lega í eyrum, að stúlka skuli
vera að segja frá sjóferð, en svo
undarlega vill nú til, að ég hefi