Blik - 01.05.1957, Side 59
B L I K
57
strákurinn átti heima á. Gátu
tveir fullhraustir karlmenn á
endanum snarað það og farið
með það heim og var því aldrei
sleppt lausu eftir þetta."
GuOfinna J. Guðmundsdóttir.
III. bekk.
Danmerkurferb
1 sumar, sem leið, fór ég með
mömmu minni til Danmerkur.
Við lögðum af stað héðan frá
Vestmannaeyjum þann 19. júní,
og vorum í Reykjavík til 23.
júní. Þá flugum við út með
einni af flugvélum Flugfélags
Islands til Kaupmannahafnar. í
Kaupmannahöfn dvöldumst við
í viku, en í þessari viku gerðist
ekkert markvert. Þá fórum við
til Borgundarhólms, lítillar
eyju, sem tilheyrir Danmörku.
Það var mjög skemmtilegt. Við
vorum þar í % mánuð og höfð-
um leigt sumarbústað, sem ég
hafði gert mér miklar vonir um.
En þá varð ég fyrir vonbrigð-
um. Hann var svo lítill og af-
káralegur, að það var nú ein-
hver ósköp. Það var ætlazt til
að 4 manneskjur gætu verið í
honum, en engin tök voru fyrir
fleiri en tvo að vera þar. Þar
var pínulítið eldhús. Svo var
smáskot, þar sem voru 4 rúm-
flet, en hvorug okkar vildi sofa
„Snúða- og pylsumálaráðherrarnir" héldu
embœtti sinu einnig á ársfagnaði skólans
1. desember s. !. Frá vinstri: Jóhannes
Sævar og Grétar Þórarinsson.
þar. Og þá var smá stofukytra
með legubekk, borði og 4 stólum
og í stofunni sváfum við, ég á
gólfinu í svefnpoka, en mamma
á legubekknum. Og ofan á allt
þetta bættist, að fyrir utan
sumarbústaðinn var svo krökkt
af maurum, að varla var hægt
að fara út fyrir hússins dyr. Og
svo var auðvitað kamar þarna
og ýmislegt fleira frumstætt. 1
öðrum sumarbústað þarna rétt
hjá var Dísa á Sóla með ein-
hverju af frændfólki sínu, og
okkur fannst auðvitað mjög
gaman að geta verið saman. Við
vorum á alveg ágætri baðströnd,
sem heitir Balka, og fórum í
sjóinn næstum á hverjum degi.
Veðurblíða var næstum hvem
dag, meðan við mamma vorum
á Borgundarhólmi. (Dísa var %
mán. lengur en við). Aðeins í