Blik - 01.05.1957, Síða 60
58
B L I K
2—3 daga var leiðinlegt veður. -
Þá komu þrumur og eldingar,'
og það fannst okkur Dísu feiki-
legt f jör, en mömmu fannst það
ekki eins gaman. Þá kom mesta
rigning, sem ég hef nokkurn
tíma séð. Við höfðum öll ieigt
hjól, meðan við vorum þarna,
og við hjóluðum oft. Það gekk
ágætlega og við mundum næst-
um alltaf eftir að víkja til
hægri. Það kom samt tvisvar
fyrir, þegar ég átti að beygja
fyrir horn, að bifreiðar þurftu
að nema staðar vegna mín,
vegna þess að ég var á öfugri
vegarbrún. En annars var ekki
mikil umferð þama. Nokkrum
dögum áður en við fórum aftur
til Kaupmannahafnar, fórum
við mamma í hringferð um eyj-
una í rútubíl og sáum alla falleg-
ustu staðina á henni. Hringferð-
in tók einn dag, og rétt áður en
henni lauk, vildi bílstjórinn, að
við færum að syngja. Allir vildu
það, en enginn fékkst til þess að
byrja, svo að bílstjórinn tók það
ráð að byrja sjálfur. Þegar
hann byrjaði, tóku allir undir,
en það sorglega við þetta var
bara það, að veslings bílstjórinn
var svo innilega laglaus, að
hann setti alla út af laginu um
leið og þeir byrjuðu. En samt
skemmtum við okkur kostulega.
Svo fórum við til Kaup-
mannahafnar. Þar vorum við
einn dag. Næst lá leiðin til Jót-
lands, þar sem við ætluðum að
heimsækja afa og ömmu. Hjá
þeim fengum við hinar beztu
móttökur. Þegar ég var búin að
vera þar í 2 daga, fór ég til
Graasten, sem er bær rétt við
landamæri Þýzkalands, en þar
var Sigrún Þorsteinsdóttir
skólasystir mín í húsmæðra-
skóla. Þar var ég í 1% dag. Þeg-
ar ég fór aftur, kom Sigrún
með mér til þess að eyða %
mánaðar fríi, sem hún hafði
fengið. Það var ekkert sérstak-
lega gott veður, meðan við vor-
um þar saman, en samt höfðum
við alltaf nóg að gera.
Nokkrum dögum eftir að Sig-
rún fór til Graasten, fórum við
mamma aftur til Kaupmanna-
hafnar. Daginn eftir að við
komum þangað, fór mamma
með mig í dýragarðinn og nokk-
ur söfn. Eitthvert kvöldið fór
ég í Tívólí. Og ég sá Litlu Haf-
frúna og fór inn á Löngulínu
og á „Strauið". Einn daginn
skruppum við til Svíþjóðar og
stönzuðum þar nokkra klukku-
tíma. Annan dag fórum við í
,,skógarferð“ með Islendingafé-
laginu í Kaupmannahöfn. Og
þann 23. ágúst nákvæmlega 2
mánuðum eftir að við komum,
fórum við heim og þar með var
ævintýrið á enda.
Bryndis Brynjúlfsdóttir
UI. bekk.