Blik - 01.05.1957, Page 68
66
B L I K
Stjórn Málfundafélags Gagn-
fraöaskólans veturinn 1956
til 1957. Frá vinstri: Rósa
Martinsdóttir, ritari, Sig-
rún Þorsteinsdóttir, form.,
Hjálmar Guðnason og Kol-
brún Karlsdóttir, gjaldker-
ar. „Konuriki“ i stjórn Mál-
fundafélagsins hefur jafnan
reymt félagsstarfi skólans
vel, segir skólastjóri.
frændur. Á dansleikjum voru
karlmenn þá ólíkt djarfari til
kvenna en þeir gerast nú hér í
skólanum. Ekki voru stúlkur á
þeim tíma herskáar, heldur
þýðar og mildar í lund. Ef um
bardaga var að ræða, var látið
nægja að munnhöggvast. Þá
tóku þeir stóru og sterku menn
eins og Grétar og Gunnlaugur
hefðarfrúr eins og Sigrúnu og
Elínborgu á háhest og lyftu
þeim í söðulinn.
Já, nú er öldin önnur. Nú
fækkar pilsunum, hefur alltaf
verið að fækka ofan í eitt eða
ekki neitt. Nú ganga stúlkur í
nankinsbuxum með klauf. Það
er nú tízka í sumum skólum. Á
dansleikjum minna sveinar nú á
strútinn, sem kvað stinga nefi
sínu í sandinn upp fyrir augu.
Nú stinga skólasveinar höfði
sínu í eigin barm, ef þeir eiga
að dansa við skólasystur sínar
eða þurfa þá allt í einu tilfinn-
anlega á salernið. Nú láta
stúlkur „hnefa semja sátt“ á
götum úti og bítast, ef þeim
rennur í skap.
Já, tímarnir breytast og
mennirnir með, — og það hefur
gömul kona sagt mér, hún
Gudda Gezs, að í hennar ung-
dæmi hafi það ekki tíðkazt, að
stúlkur gengju í þessu þunna
og gagnsæja nælondóti, heldur í
svellþykkum vaðmálsflíkum. Og
kvenbuxur með klauf þekktust
ekki þá.
H. G.
Þeir einir, sem gagnþekkja skóla-
lífið, fá verulega notið þessarar
ræðu. Hún vakti mikinn fögnuð og
kátínu.
Ritnefndin.
Á Þorláksmessu
Allar götur voru fullar af
fólki. Flestir að flýta sér. Við
einn búðargluggann stóð lítill
drengur. Ég hafði veitt því at-
hygli, að hann var búinn að
standa þarna langan tíma. Ég