Blik - 01.05.1957, Síða 76
74
B L I K
ríkir við bryggjurnar. Að-
komufólkið setur heldur ekkert
sérstaklega fallegan svip á bæ-
inn. Þetta fólk er af ýmsu tagi
og margt hagar sér þannig, að
vel mætti halda, að hér byggi
einungis skrfll, en ekki siðsamt
fólk. En það eru margar und-
antekningar frá þessu, svo að
ekki sé of mikið sagt. Vertíðin
hefur margt gott í för með sér,
svo sem aukna atvinnu handa
fólki, sem vinnur eingöngu að
fiski.
Við gerum ráð fyrir, að kaup-
staðurinn væri ekki nema lítið
þorp, ef fiskimiðin hér í kring-
um eyjamar væru ekki svo mik-
il, eins og raun ber vitni um.
Eyjaskeggjar gætu víst ekki
verkað mikið af öllum þeim
fiski, sem berst hér á land á ver-
tíðinni, ef aðkomufólksins nyti
ekki við, þrátt fyrir agnúana,
og truflun þá, sem skólastarf og
annað verður fyrir.
Tvœr úr 3. bekk.
Trygguy
Tryggur hét hundur á bæn-
um, þar sem ég var í sveit, og
við vorum góðir vinir. Hann var
ljós-mórauður á litinn, loðinn
mjög með lafandi eyru. Á fram-
fótunum hafði hann hvíta
leista. Augun voru brún og
gáfuleg.
Það var eins og Tryggur
skildi flest, sem við hann var
sagt og fyndi á sér, ef eitthvað
var að. Þá kom hann til manns,
og úr augum hans var sem lesa
mætti þessa spumingu: Get ég
nokkuð gert til að hjálpa? Það
var sem trúnaður og tryggð
lýstu af svip hans og úr augum.
Um sumarið vomm við á
engjum langt frá bæ og lágum
við í tjaldi. Auðvitað var Trygg-
ur þar með eiganda sínum.
Einn daginn, þegar við risum
upp frá miðdegisdúr, segir eig-
andinn gáskalega við Trygg:
„Jæja, Tryggur minn, mikið
væri nú gaman að fá nýtt kjöt,
því að það er svo langt síðan
við höfum fengið góðan og
feitan bita.“ Við gengum niður
á engið og kepptumst við að
raka saman og setja upp heyið.
Eftir æði langan tíma kallar
einhver krakkinn: „Nei, sjáið
þið, hvað Tryggur er með?“ Og
fyrir aftan eina sátuna birtist
Tryggur með hrútlamb. Hann
leiddi það beina leið til eiganda
síns með því að halda annari
framlöppinni yfir hálsinn og
beit í ullina undir kverkinni.
Ekkert sást á lambinu og eng-
in styggð hafði komizt á féð í
fjallinu. Svo gætilega hafði
Tryggur farið. Hann var mjög
hreykinn, þar sem hann sat og
horfði á eiganda sinn og lamb-
ið á víxl.
Lambinu var sleppt strax aft-