Blik - 01.05.1957, Síða 78
76
B L I K
glettast við krakka. Þeir þorðu
ekki orðið að koma nálægt.
henni. I haust þegar kindur
höfðu verið fluttar heim úr út-
eyjum, vildi Gibba ekki samlag-
ast þeim. Hún virtist meira að
segja vera hrædd við þær.
Þegar æmar voru teknar á
gjöf, var Gibba höfð með þeim.
Þá ætlaði hún að ærast. Mikil
læti voru í fjárhúsinu fyrstu
nóttina. Nú er hún róleg og
fellur vel við ærnar. Enn fær
hún fullan pela af spenvolgri
nýmjólk á morgnana og tekur
vel á móti lögginni sinni. Þegar
farið er frá henni í fjárhúsinu,
verður svipur hennar dapurleg-
ur, en glaðnar allur, þegar kom-
ið er í fjárhúsið. Þetta er hægt
að sjá á málleysingjum. Þeir
eru ekki allir skyni skroppnir.
Signrborg E. Jónsdóttir
Gerði, 1. C.
Skemmtiferd Gagnfrœda-
skólans vorið 1956
Föstudaginn 1. júní 1956
lögðu nemendur 3. bekkjar
Gagnfræðaskólans í Vest-
mannaeyjum af stað í ferðalag.
Fararstjórinn var Víglundur
Þór Þorsteinsson, kennari.
Ferðinni var fyrst heitið til
Þorlákshafnar með Vonar-
stjörnunni, mjólkurbátnum.
Lagt var af stað kl. 6 um morg-
uninn. Fyrstu klukkuistundina
voru flestir hraustir. Var þá
sungið og spilað á gítar. Þegar
við fjarlægðumst Eyjarnar, fór
mannskapurinn smám saman að
tínast í fletin. Að lokum voru
flestir lagstir fyrir, kúguðust
og ældu. Sumir færðu Ægi fórn-
ir út fyrir borðstokkinn.
Einni kvenhetjunni var komið
til að trúa því, að hún yrði ekk-
ert sjóveik, ef hún kingdi æl-
unni sinni þrisvar sinnum. Þetta
gerði hún, en allt kom fyrir
ekki.
Til Þorlákshafnar komum við
kl. 11,30. Urðum við öll fegin
því, að þetta sjóvolk var á enda.
Á bryggjunni í Þorlákshöfn
beið okkar langferðabifreið úr
Reykjavík.
Meðan bifreiðarstjórinn gekk
frá farangri okkar, röltum við
upp í útibú Kaupfélags Árnes-
inga og keyptum okkur hress-
ingu. Síðan ókum við að Sel-
fossi. Þar í Tryggvaskála átum
við miðdegisverð. Að lokinni
máltíð skoðuðum við kauptúnið.
Ferðinni var heitið upp í Þjórs-
árdal. Á leiðinni upp í Dalinn
gengum við á Gaukshöfða. Þar
uppi sagði kennarinn okkur
söguna af Gauk Trandilssyni.
— Hundur einn hafði elt okkur
upp á höfðann og höfðu margir
gaman af honum, þó sérstak-
lega Maggi, sem tók af honum
nokkrar myndir, en hundurinn