Blik - 01.05.1957, Síða 79
B L I K
77
Hólmfríður
Sigurðardótlir
stillti sér upp í ýmsar stelling-
ar frammi fyrir myndavélinni,
eins og hann skildi, hvaða hlut-
verki hann gegndi. Við höfðum
mikla skemmtun af hundinum.
Þegar að Ásólfsstöðum kom,
tjáði bóndinn okkur, að ófært
væri inn að Stöng og Hjálp
sökum bleytu. Við fórum því
inn í skóginn innan við Ásólfs-
staði og skemmtum okkur þar
á ýmsan hátt.
Að Ásum í Gnúpverjahreppi
komum við kl. 6 um kvöldið.
Þar skyldi gist í skólahúsinu.
Við hituðum okkur þar kakó og
höfðum það til kvöldverðar með
smurðu brauði. I skólahúsinu
var píanó og spiluðu nokkrir
snillingar á það, en hinir döns-
uðu. Þarna skemmtum við okk-
ur á ýmsan hátt annan fram
eftir kvöldi. Lögðumst til svefns
syf juð og þreytt.
Kl. 7,30 morguninn eftir vor-
um við vakin af værum blundi.
Tókum við okkur til í skyndi,
fengum okkur árbít, þvoðum
gólfið í skólastofunni vandlega
og skunduðum síðan í bifreið-
ina. Nú skyldi ekið að Gullfossi.
Ekið var um Hreppana og
skoðað fagurt landslag.
Við námum staðar á Galta-
felli í Hrunamannahreppi, fæð-
ingarstað Einars Jónssonar
myndhöggvara. Þarna fengum
við afnot af síma og pöntuðum
mat í Haukadal. Verið var að
mjólka á Galtafelli, er við kom-
um þangað um morguninn.
Þrjár Eyjameýjar brugðu sér í
fjósið til þess að skoða kýrnar.
Þegar þær komu aftur, þóttust
drengirnir finna megna fjósa-
lykt. Sumum þó.tti hún góð,
aðrir fussuðu. Þegar við ókum
fram hjá Hruna, sagði kennar-
inn okkur söguna um Hruna-
dansinn og benti okkur á hæð-
ina, þar sem kirkjan sökk.
Við Gullfoss fannst mörgum
hráslagalegt, þrátt fyrir sól-
skinið, því að úðinn frá fossin-
um var svo mikill, að líktist því
sem við værum stödd í hellirign-
ingu. Fórum við alveg að foss-
inum og dáðum fegurð hans og
stórfengleik.
I veitingaskálanum við Gull-
foss keyptum við okkur gos-
drykki, og margir keyptu sér
ýmsa minjagripi, svo sem diska,
fána eða pappírshnífa með út-
skornum myndum af Gullfossi
og Geysi í Haukadal. Hann
heimsóttum við einnig í sömu
ferð. Þar snæddum við miðdeg-
isverð, góða kjötmáltíð. Þá
borðaði Hjalli svo hraustlega,
að flestir undruðust. Uppgötv-