Blik - 01.05.1957, Síða 81
B L I K
79
aði Ninna, að tvennt mundi
botnlaust á íslandi: Kerið í
Grímsnesi og maginn í Hjalla.
Frá Geysi var haldið heim á
leið. Þá var staldrað við í Skál-
holti. Þegar þangað kom, skoð-
uðum við þennan fornfræga
stað undir leiðsögn kennarans.
Sáum við á einum stað beina-
grind inni í kirkjugarðinum, þar
sem grafið hafði verið fyrir
vegg nýju kirkjunnar. Við
þustum öll til og vildum sjá hin
fúnu bein, en bannað var okk-
ur að snerta þau. Þar sem talið
er, að Jón biskup og synir hans
hafi verið hálshöggnir, hefur
verið settur steinn og festar-
gerði um kring. Þarna rifjaði
kennarinn upp með okkur sögu
Jóns biskups og síðustu ævi-
stundir.
Frá Skálholti ókum við að
Laugarvatni og skoðuðum
skólasetrið. Sum okkar fengu
sér lánaðan lítinn árabát og
reru út á vatnið. Aðrir mátu
meira að skoða staðinn og
hlusta á útskýringar kennarans.
Meðal annars skoðuðum við
„Laugina helgu,“ þar sem marg-
ir íslendingar voru skírðir til
kristni og lík Jóns Arasonar og
sona hans voru lauguð, er þau
voru flutt frá Skálholti norður
að Hólum í Hjaltadal, þar sem
þeir voru greftraðir. Á Laugar-
vatni hittum við nemendur úr
landsprófsdeild Gagnfræðaskól-
ans í Keflavík, sem voru í sams-
konar ferðalagi eins og við.
Tókst fljótlega vinskapur milli
okkar og þeirra.
Næstu nótt gistum við á Sel-
fossi, í iðnskólahúsinu þar.
Næsta morgun, sem var sunnu-
dagur, ókum við að Sogsfossum
til þess að skoða Sogsvirkjun-
ina. Við fengum að skoða það
mikla mannvirki bæði hátt og
lágt eftir vild. — Þaðan var síð-
an ekið til Þingvalla og margir
staðir þar skoðaðir. Glaða sól-
skin var og ekki sjáanlegur ský-
hnoðri á lofti. Við nutum því
vel hins sérkennilega og fagra
landslags í faðmi hins söguhelga
staðar íslenzku þjóðarinnar.
Til Reykjavíkur komum við
um hádegisbilið og borðuðum
saman hádegisverð á Mjólkur-
barnum við Laugaveginn.
Eftir hádegi skoðuðum við
merkustu söfn bæjarins undir
leiðsögn kennarans, svo sem
fornminjasafnið, vaxmynda-
safnið, Listasafn Einars Jóns-
sonar o. fl. Að því loknu ókum
við út í flugvöll, og fengum við
þar farmiða á kostnað ferða-
sjóðsins okkar. Síðan ekið niður
að Bifreiðastöð íslands og ferð-
inni slitið þar.
Gott veður var alla ferðadag-
ana, sólskin og logn. Allir virt-
ust skemmta sér prýðilega í
ferðinni og njóta alls hins fagra
og skemmtilega, sem fyrir eyru
og augu bar.
Hver nemandi lagði kr. 200,00