Blik - 01.05.1957, Page 83
B L I K
81
um tekið. Hét sá Júlíus. - „Hvað
ert þú að fara?“ spurði Júlíus.
„Auðvitað á vertíð að leita mér
atvinnu“. — „Það þýðir ekkert
að koma hingað. Menn eru farn-
ir að fara héðan aftur. Allir bún-
ir að ráða. Þú getur komið með
mér heim í herbergiskompu og
fengið þér kaffi og rúgbrauð.
Svo geturðu reynt að fara nið-
ur eftir kl. 5 til 6, þegar bátarnir
fara að koma að og vita, hvor
einhver vill taka þig. Það versta
er, að þú ert óvanur“.
Þegar pilturinn kemur niður
á bryggju kl. 5, verður honum
starsýnt á stóran mann í skó-
síðri úlpu. Hann er á tali við
tvo menn og heyrir pilturinn, að
þeir þrátta um kjör. Telur nú
pilturinn, að þetta sé formaður
og vanti mann. Snýr hann sér
snöggt að honum og segir: ,,Ég
er óráðinn, ef þig vantar mann“.
Hinn lítur niður á hann — því
pilturinn var ekki hár í lofti —
og heldur áfram að þrátta við
hina. Allt í einu snýr hann sér
að piltinum og segir: — ,,Ég
sendi til pilts, sem var óráðinn
í gær, ef hann er ráðinn nú, þá
tek ég þig. Og kl. 8 var hann
byrjaður að beita. Og undruðust
allir kunnugir heppni hans, þar
sem fullt var af óráðnum sjó-
mönnum.
Gerður Gunnarsdóttir
2. b. B.
Fáir eru smibir í fyrsta
sinn
Ekki man ég, hvað ég var
gömul, en líklega hefi ég verið
10 eða 11 ára. Mamma var ekki
heima. Ég vissi, að hennar var
ekki von heim fyrr en eftir all-
langan tíma. Veðrið var vont og
ég hafði ekkert fyrir stafni. Allt
í einu datt mér í hug að reyna
að baka eitthvað. Ég fann nú
bók með kökuuppskriftinni í.
Eftir að hafa blaðað dálítið í
henni, ákvað ég að baka jóla-
köku. Eftir að hafa fundið allt,
sem með þurfti, byrjaði ég að
hræra. Allt var mælt og vegið og
svo hrært og hrært. Þegar ég
var búin að hræra eggin, sykur-
inn og feitina saman, ætlaði ég
að byrja á hveitinu, þá mundi
ég eftir, að lyftiduftið var eftir.
Bókin var komin inn í skáp, en
það var allt í lagi. Það átti að
láta þrjár skeiðar af því. Ég
valdi nú meðalstóra matskeið
til að mæla lyftiduftið, síðan
hrærði ég öllu saman vel og
vandlega, lét deigið í mótið og
stakk því í bakarofninn. Nú fór
ég að taka allt til, lét alla hluti,
sem ég hafði notað, á sinn stað.
Ekki þorði ég að líta inn í ofn-
inn. Þó hélt ég, að ég hefði heyrt
einhverja ismelli þar inni, en
þetta hlaut að vera í lagi, ofn-
inn var ekki orðinn vel heitur.
Alllöng stund leið, þar til ég
fór að finna brunalykt og sá þá