Blik - 01.05.1957, Qupperneq 86
84
B L I K
vegna mátti hún ekki reykja
eins og þær? Pabbi og mamma,
þau eru gamaldags og eru þess-
vegna með aðvörunarorð.
Svo fór hún að stunda dans-
leiki með vinstúlkum sínum.
Þar fengu þær sér áfengi. Átti
hún að neita því? Nei, stelpurn-
ar neyttu þess flestar. Ekki gat
hún verið sá durtur að vera
eitthvað öðruvísi en þær. En
þá mundi hún eftir viðvörunar-
orðum pabba og mömmu. Engin
ástæða fremur nú en áður að
hlusta á eða fara eftir viðvörun-
arorðum þeirra. Og hún fór að
dæmi vinstúlknanna. Með þessu
háttalagi missti hún traust allra
þeirra vina sinna og vanda-
manna, sem unnu henni mest og
vildu henni bezt. Þá tók hún að
íhuga, hversu illa hún hefði far-
ið að ráði sínu. Hvað gat hún
nú gert? Reyna að hætta eitur-
lyfjanautnunum. Hvað mundu
þá vinstúlkurnar segja, þegar
hún vildi ekki lengur vera með ?
Hún fann það líka, að hún gat
ekki hætt. Það var víst auðveld-
ara að byrja á nautnum þessum
en losa sig við þær aftur. Það
skildi hún nú glögglega. Hún lét
því arka að auðnu.
Og auðnan varð heldur bág.
Undanlátssemin við vinstúlk-
urnar varð henni til ógæfu. Lífs-
hamingja hangir á veikum þræði
vegna ástríðu í eiturlyf, — já,
meira en á veikum þræði, hún er
búin að vera. Með sjálfri sér
tregar hún nú ekkert meira en
það, að hún hlustaði ekki eftir
aðvörunarorðum foreldra sinna,
meðan þau lifðu. Nú eru þau
dáin, og hún, — lifir enn, ef líf
skyldi kalla.
Rósa Martinsdóttir
Landsprófsdeikl.
------------------------------------h
RITNEFND ÁRSRITSINS
SKIPA NÚ:
Skúli Johnsen, 3. bekk bókn.
formaður.
Guðný Björnsdóttir, 1. b. C.
Grétar Þórarinsson, 3. b. verkn.
Guðjón I. Sigurjónsson 1. b. B.
Elín B. Einarsdóttir, 2. b. verkn.
Matthías Sveinsson, 1. b. A.
Elísabet Arnoddsdóttir, 2. b. bókn.
Áby rgðarmað ur:
Þorsteinn Þ. Viglundsson.
Prentsmiðja Þjóöviljans h.f.
V___________________________________y
r -n
Þakkir
Við, sem stöndum að útgáfu ársritsins,
þökkum hjartanlega öllum þeim, sem
lagt hafa og leggja sitt til útgáfu þess.
Við þökkum þeim, sem skrifað hafa i
ritið samkvœmt ósk okkar, veitt okkur
frœðslu um eitt og annað, sem við höfum
hug á að geyma, svo að ekki gleymist,
og við þökkum þeim, sem styrkja útgáju
þess með auglýsingum. Án velvildar þeirra
og góðs skilnings á gildi útgáfustarfsim
vœri okkur um megn að gefa ritið út.
Stjórn málfundafélagsins.
Ritnefndin.
Skólastjóri.