Blik - 01.05.1957, Page 87
B L I K
85
JÓN I. SIGURÐSSON, hafnsögumaður:
Hafnsögumannsstörfin
áður fyrr
Þegar aðkomuskip áður fyrr
leituðu hafnar hér 1 Vestmanna-
eyjum, voru allar aðstæður erf-
iðari en nú að koma þeim í
höfn. Þá varð eingöngu að
treysta á handaflið og árarnar
svo og vélar skipanna, ef þau
voru knúin vélaafli.
Ég átti því láni að fagna,
þegar ég fékk aldur til, að fá
alloft vinnu hjá Hannesi heitn-
um lóðs við skip, sem hann var
að leiðsegja inn eða út úr höfn-
inni. Endurminningar mínar frá
þeim tímum eru bæði góðar og
slæmar, sumar um áhættusamar
svaðilfarir. Mörg höppin og lán-
semin átti sér stað. Óhöppin og
erfiðleikarnir steðjuðu líka að
stundum. En samverkamanna
minna frá þeim tímum mun ég
ætíð minnast með virðingu og
þakklátum hug.
Tímarnir hafa breytzt mikið,
og margt er öðruvísi en áður
var varðandi höfnina og skipa-
lægið.
Að fenginni margra ára
reynslu hefi ég æ fundið það
betur og betur, hve nauðsynlegt
það er að bæta hjálpartæki öll
og allan aðbúnað við höfnina.
Árabáturinn var einasta farar-
tækið og hjálpartækið áður
fyrr, sem höfnin lagði til
þjónustunnar við skipin. —
Já, árabáturinn var fyrsta
fljótandi farartækið, sem höfn-
in eignaðist til afnota við skipa-
afgreiðslu sína.
Oft kom það fyrir, að setja
varð árabátinn yfir Eiðið, ýta
þar úr vör, og róa síðan út í
skipið með hafnsögumann.
Árið 1948, 28. marz, er í síð-
asta sinn farið út af Eiðinu með
hafnsögumann. Skipið var v.s.
Vatnajökull. Vindur var austan
suðaustan 9 stig. Lýkur þar með
slíkum árabátaferðum út af Eið-
inu. Áður fyrr voru þær tíðar,
þegar ekki var kleift eða fært
að fara á árabát út á Víkina til
að afgreiða skip.
Árabáturinn heyrir nú gamla
tímanum til.