Blik - 01.05.1957, Qupperneq 88
86
B L I K
Áður en skip þau, sem hingað
komu, gátu lagzt að bryggju,
voru þau, sem á innri höfnina
komu, fest með járnfestum á
skipalæginu. Þannig var frá
festingum þessum gengið:
f Holuklett* var fest keðja,
sem lögð var inn og norður í
höfnina. Önnur keðja var fest
utarlega í Hörgeyargarðinn og
lögð inn og suður í höfnina.
Mynduðu keðjarnar ,,hanafót“,
sem svo var kallaður, eða V, þar
sem „opið“ sneri gegn innsigl-
ingunni. Þar sem endar keðj-
anna komu saman, en það var
mitt á milli Hörgeyrargarðsins
(Norðurhafnargarðsins) og
Frambryggjunnar, voru þær
tengdar saman með keðjulásum.
Þá voru við þessar tengingar
festir tveir keðjutaumar all-
gildir. Á enda þessara keðju-
tauma voru fest dufl. Þessir
keðjutaumar voru kallaðir
Framtaumarnir. Voru þeir ætíð
notaðir til að festa skipin að
framan. Auk þess lágu skipin
við anker sín.
Til þess að festa skipin að
aftan voru lagðar keðjur eftir
botni hafnarinnar í austur frá
Ytra-Básaskerinu. Annar endi
þessara keðja var festur í Bása-
skerið, en í nokkurri fjarlægð
frá skerinu voru þær festar við
keðju, sem lá þvert um botn
* Holuklettur er norðan undir
Skansinum. ,
hafnarinnar, norður yfir Botn-
inn í Löngunef.* Þessi þverfesti
var einnig notuð til að halda 1
skef jum bátafestunum, sem síð-
ar verður minnzt á.
Á eystri enda áðurnefndra
skipafesta, sem lágu frá Bása-
skerinu, voru fimm keðjutaum-
ar með dufli á enda. Fjórir af
þessum taumum náðu lítið eitt
austur í höfnina í stefnu að
Framtaumunum, en 5. taum-
urinn náði ekki eins langt aust-
ur og hinir fjórir, en var mun
efnismeiri. Hann var aðallega
notaður, þegar mjög stór skip
komu eða vond voru veður og
sérstök nauðsyn bar til að festa
skipunum vel. Þessi taumur var
kallaður Vesturtaumurinn, en
hinir fjórir Afturtaumar. Bilið
milli Fram- og Afturtauma var
á að gizka 100—110 m langt.
Þetta bil eða svæði var nefnt
Skipalegan. Eftir botni hafnar-
innar fyrir norðan Skipaleguna
lágu sex festar með vissu milli-
bili (20—23 föðmum) frá austri
til vesturs eða frá Hörgeyrar-
garði inn í Botn. Fimm af þess-
um keðjum voru festar í garð-
inn, en sjötta festin, sú nyrzta,
var fest í anker á móts við
Löngunefið. Vesturendar þess-
ara festa voru festir inn í Botni
í svo kölluð ,,berghöld“, en
þau voru ýmist stór anker,
* Syðsti hluti Heimakletts, milli
Stóru- og Litlu-Löngu.