Blik - 01.05.1957, Síða 93
B L I K
91
inu inn á innri höfnina af sömu
ástæðum, enda þótt hásjávað
væri.
Er skipið nálgaðist innsigl-
inguna, reyndi hafnsögumaður-
inn að fara sem nákvæmlegast
eftir leiðarmerkjum, en það var
oft erfiðleikum háð vegna ým-
issa orsaka.
Þegar skipið var komið inn á
niilli hafnargarðanna svo langt,
að það væri innan við þverfesti
þá, sem framtaumarnir voru
festir við, lét skipið ætíð annað
ankerið falla, venjulega stjórn-
borðsankerið. Þetta var gert til
þess að snúa skipinu, svo að það
sneri með framstefnið í austur
eða gegn hafnarmynninu.
Venjulega voru gefnir út 1 %—2
liðir af ankerisfestinni eða um
30 faðmar til að snúa skipinu á.
Alltaf var skipinu snúið til
stjómhorðs, þar sem það var
æskilegra og mun auðveldara
vegna aðstöðunnar. Svo er og
hitt, að hægara er að snúa flest-
um gufuknúnum skipum ti1
stjómborða vegna snúnings
skrúfunnar. Sökum beygjunnar
á innsiglingunni vom heldur
engin tök á að snúa skipinu til-
bakborða vegna þess, hve vega-
lengdin er stutt til lands sun-
anmegin hafnarinnar.
. Til þess að snúa skipinu eftir
að ankerið fann botninn og gef
ið hafði verið út af festinni eins
og fyrr er sagt, var haldið við
festina, stýrið sett yfir til
stjórnborða, og vél skipsins lát-
in ganga með hægu álagi áfram.
Til þess að auðvelda snúning-
inn á skipinu var nú róið á ára-
bátnum að hlið þess og tekin
vír í hann, oft og tíðum eins og
hann hafði burðarmagn til. Síð-
an var ýtt frá skipinu og róið
í áttina að einhverjum aftur-
taumnum. Þegar róðurinn hófst
frá skipinu, var vélin stöðvuð
sökum hættu á að fá vírinn í
skrúfuna. Skipverjar gáfu út
vírinn frá skipinu, svo lengi
sem hægt var að draga hann á
árabátnum. En þegar ekki var
lengur drægt á áranum, var vír-
inn í bátnum gefinn út. En við
hann hafði verið haldið í ára-
bátnum, meðan hann var gef-
inn út frá skipinu. Þegar komið
var að duflinu við Afturtauminn,
en það var venjulega staur 4x4
þuml. að gildleika og um 2 metr-
ar að lengd, var það tekið inn í
bátinn. 1 annan enda þessa dufls
var fest grönn festi. Hún lá nið-
ur í gildari festi, tauminn, sem
skipið var fest við. Þessa grönnu
festi þurfti að draga upp í bát-
inn eða svo hátt, að hægt væri
að festa vírinn í tauminn. Er
það hafði verið gert, voru skips-
menn látir vinda til sín vírinn og
hjálpuðu þannig til að snúa
skipinu, þar til það stefndi gegn
mynni hafnarinnar.
Sá taumurinn, sem vírinn var
tengdur við, var undinn það vel
inn í skipið sem talið var hæfi-