Blik - 01.05.1957, Page 95
B L I K
93
Sæstrengur til Eyja
Blik birtir að þessu sinni þrjár
ftiyndir varðandi lögn sæstrengs
(rafstrengs) milli lands og
Byja. Þessar myndir hefir
stjórn Sambands íslenzkra raf-
veitna vinsamlegast lánað rit-
inu. Þær birtust í ársskýrslu
sambandsins 1954. 1 skýrslu
sambandsins þ. á. er prentaður
fyrirlestur sá, er Jakob Gísla-
son raforkumálastjóri flutti á
ársfundi S.Í.R. hér í Vestmanna-
eyjum 26. ágúst 1954.
Með því að vitað er, að þessi
raforkumál eru einhver mestu
nauðsynja- og framfaramál
Eyjanna, og allir Eyjabúar hafa
mikinn hug á að fylgjast með
öllu, sem að þeim lýtur og í þeim
naálum er gert, þá óskar Blik að
birta hér kafla úr fyrirlestri raf-
orkumálastjóra. Þar er saga
botnmælinganna hér við Eyjar
til undirbúnings sæstrengslögn-
inni rakinn í sem fæstum drátt-
um.
Þar segir m. a.:
„Á árinu 1938 var varðskip-
inu „Þór“ falið að mæla dýpi og
rannsaka botninn á þeirri leið
núlli Vestmannaeyja og lands,
sem líkleg þætti fyrir sæstreng-
inn. Þá þegar þótti reynslan af
botninum vera slæm á þeim
ieiðum, sem sæsíminn lá um, og
því ákveðið að reyna nokkru
austar. Byrjaði skipið þá á ver-
tíðinni athuganir sínar í ná-
munda við Eyjar, en hætti þeim
fljótlega aftur og varð lítill
árangur af.
Á sumrinu 1950 voru botn-
rannsóknir teknar upp að nýju.
Var þá vitamálastjórnin beðin
að framkvæma bæði dýptarmæl-
ingar og botnrannsóknir, og sá
Pétur Sigurðsson, sjómælinga-
fræðingur, um framkvæmd þess
verks. Þetta sumar var vita-
skipinu „Hermóði" falið að taka,
með bergmálsdýptarmæli, dýpt-
ar-„prófíl“ eða þverskurð af
sundinu milli Vestmannaeyja og
lands.
Eftir að þessi „prófíll“ var
fenginn, þótti auðsætt, að næsta
skrefið í rannsóknunum ætti að
vera það að gera með nákvæm-
um bergmálsmælingum dýptar-
mælingu af öllu svæðinu, sem til
mála kæmi að leggja strenginn
á. Var þetta gert árið eftir og
eftir þeim dýptarmælingum
gerður allnákvæmur uppdrátt-
ur af breiðu svæði milli lands
og Eyja.
Af uppdrættinum mátti sjá,
að ógerlegt yrði að velja
strengnum leið á þeim slóðum,