Blik - 01.05.1957, Síða 96
94
B L I K
sem sæsíminn hafði verið lagð-
ur um sökum þess, hversu mjög
þar úir og grúir af hrauntind-
um, klapparhryggjum og klökk-
um. Bergmálsdýptarmælingarn-
E
*
o J
§
5
Q:
ki
ct
I
ar voru nógu nákvæmar til þess,
að lesa mátti úr þeim, hvar
klakkar og hryggir komu upp úr
sandinum, þótt ekki væru tekin
nein sýnishorn af efni botns-
ins .... Hvergi er um að ræða
að fá hreinan ál fyrr en tölu-
vert austan við Faxasker, en sá
áll er svo hlykkjóttur og þröng-
ur, að ekki þykir fært að nota
hann sem leið fyrir rafmagns-
streng. Það er ekki fyrr en spöl-
korn austan við Bjarnarey og
Elliðaey, að uppdrátturinn sýn-
ir nokkurnveginn hreinan, slétt-
an botn á allbreiðu svæði alla
leið frá Eyjum til lands. Þó
náðu þessar mælingar tæplega
nógu langt til austurs til þess
að fullyrða mætti, að hið hreina
svæði væri nægilega breitt til
sæstrengslagnar. Var nú ákveð-
ið að rannsaka nánar um það bil
eins kílómetra breiða braut frá
Bótinni austanvert í Heimaey í
boga austan Bjarnareyjar og
Elliðaeyjar og í land rétt austan
við ósa Álanna. (Sjá mynd á
bls. 95).
Þessi rannsókn fór einnig
fram undir umsjón Péturs Sig-
urðssonar, Auk verkfræðinga
raforkumálaskrifstofunnar hef-
ir Bjarni Forberg verið með í
ráðum um allar athuganir. Þær
viðbótarmælingar, sem nú fóru
fram, sýndu, að skammt fyrir
austan þá leið, sem dregin er á
mynd á bls 95, tekur aftur við
hraun og ósléttur botn, en