Blik - 01.05.1957, Qupperneq 102
100
B L I K
stokkar úr plönkum. Bitar
tveir úr trjám 5x5, tveir úr
trjám 5x2% og þrír úr plönk-
um. Sperrur f jórar úr plönk-
um og þrjár úr spírum. Hver
sperrukjálki skal vera 4%
alin á lengd, og aðeins einn
planki tekinn af gildari enda
hverrar spíru. Lausholt, sum-
part úr plönkum, sumpart úr
spírum. Að öðru leyti skal
grindarviðum hagað eins og
uppdráttur sýnir. — Þakið
úr galvaníseruðum járnþynn-
um, lögðum á langbönd
úr spírum og borðum. Á
hvorri hlið skulu vera 3
gluggar, hver með 8 rúðum,
ein rúða á hjörum í hverjum
glugga, og tveir hlerar á
hjörum fyrir hverjum, sem
hylja þá alla. Á vesturgafl-
inum 3 gluggar, einn uppi yf-
ir dyrum með þrem rúðum og
einn hvoru megin dyranna,
hvor með tveim rúðum.
Á austurgaflinn skal klætt
með plægðum borðum, lóð-
réttum, en annarsstaðar skal
klætt með klæðningarborð-
um láréttum. Klæðningin
skal máluð utan eða smurð
olíu jafnóðum og klætt er.
Neðan á bitana skal þilj-
að með plægðum þiljuborð-
um. Með líkum borðum skal
og húsið þiljað yfir um þvert
tveim álnum frá vestur-
gafli, og skulu vera dyr á því
þili einni alin frá norðurhlið
hússins, í þeim fulningahurð
með lömum og læsing. Gólfið
í aðalhúsinu lagt plægðum
borðum. Að öðru leyti verður
húsið óþiljað að innan.
Pyrir útidyrum hurð úr
plægðum borðum með lömum
og læsing.
3. Á húsinu byrja ég Sveinn
Jónsson strax á morgun, og
skal halda því tafarlaust á-
fram unz því er lokið, nema
að því leyti sem óveður eða
aðrar óviðráðanlegar hindr-
anir koma í veg fyrir það. En
undir eins og smíðinni er lok-
ið, skal húsið afhent nefndri
Good-Templarastúku til
fullra umráða. Sömuleiðis
efniviður sá, er afgangs kann
að verða.
4. Skyldi húsið farast eða
skemmast af eldsvoða, með-
an það er í smíðum og því
er ekki skilað, lendir fjár-
tjónið á mér, Sveini Jónssyni,
ef það er vangæzlu minni að
kenna eða þeirra, sem ég hefi
í verki með mér.
5. Við Árni Filippusson, Eiríkui
Hjálmarsson, Engilbert Eng-
ilbertsson og Sigurður Sigur-
finnsson skuldbindum okkur
til vegna stúkunnar Báru nr.
2 að annast um að grjótvinnu
þeirri, viðarflutningum og
járnsmíði, er hússmíðinni er
samfara verði svo tímanlega
lokið og haganlega, að það
hindri ekki hr. Svein Jónsson