Blik - 01.05.1957, Page 103
B L I K
101
frá að halda áfram verki
sínu, og að honum verði end-
urgoldin smíðin með 70 —
krónum í innskrift við Garðs-
verzlun, þegar henni er lokið
samkvæmt þessum samningi.
6. Verði ágreiningur um skiln-
ing á ákvæðum þessa samn-
ings eða um það, hvort vinn-
an sé leyst af hendi sam-
kvæmt honum, skulu tveir ó-
vilhallir menn, er málspartar
kjósa sinn hvor, skera úr
þeim ágreiningi.
Vestmannaeyjum, 13. október 1890.
Sveinn Jónsson
Arni Filippusson Eirikur Hjálmarsson
Engilbert Engilbertsson
SigurÖur Sigurfinnsson
Við undirskrifaðir Sigurður
Sigurfinnsson, Árni Filippusson,
Engilbert Engilbertsson, Gísli
Lárusson og Sveinn Jónsson
höfum gert með okkur svo Iát-
andi samning:
1. Ég Sigurður Sigurfinnsson
skuldbind mig til að lengja
fundahús Goodtemplarstúk-
unnar Báru nr. 2 um 4 álnir
og til að klæða svo með járn-
þynnum allan austurgafl
hússins og alla suðurhlið þess
að gluggum undanskildum,
og skal í skuldbindingu þess-
ari fólgið að leggja til alla
þá vinnu, sem að húsbót
þessari lýtur, að undanskildri
grjótvinnu og járnsmíði, og
að allt verkið sé vandlega af
hendi leyst.
2. Nánari ákvæði um smíðina
skulu vera þessi: Viðaukinn
við húsið skal vera með sömu
vídd og hæð og með jöfnu
risi og það áður byggða af
húsinu, með einum glugga á
hliðinni hvoru megin og hler-
ar á lömum fyrir þeim báð-
um. Bitar, stoðir, lausholt,
fótstykki og undirstokkar
skulu vera úr trjám og plönk-
um, austurgaflinn klæddur
með þeim sömu borðum, sem
nú eru á honum, norðurhlið-
in með borðum, sem tekin
skulu af suðurhliðinni, en í
stað þeirra á suðurhliðinni
skulu aftur látin plægð gólf-
borð, og eins á hinn nýja part
hússins þeim megin. Á norð-
urhliðinni skal hinn nýi
gluggi vera með sömu stærð
og lagi og þeir gluggar, sem
þar eru fyrir, en sunnanmeg-
in skulu þeir gluggar, sem
þar eru, teknir upp og færð-
ir með sólbekkjum og hlerum
svo miklu utar, sem þarf
vegna járnklæðningarinnar,
og sett ný vatnsborð nægi-
lega breið fyrir ofan og neð-
an hvern þeirra. Með sama
lagi skal og nýi glugginn á
þeirri hlið vera. Allt, sem
rjúfa þarf af því áður gjörða,
skal rofið með varúð og
gætni, svo það skemmist sem
minnst.