Blik - 01.05.1957, Page 110
108
B L I K
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON, skólastjóri:
Með því að meginið af túnum
Stakkagerðisjarðanna hefur
hlotið þau örlög að verða sam-
komustaður Eyjabúa við viss
hátíðleg tækifæri og þess utan
leikvangur yngstu kynslóðar-
innar í bænum, þykir hlýða að
birta hér nokkur drög úr sögu
Stakkagerðisvallarins síðustu
hundrað árin. — Völlur voru
jafnan tvær jarðir nefndar,
bæru þær sama nafn. —
Vorið 1859 fékk Landeyingur
nokkur byggingu fyrir jörðinni
Eystra-Stakkagerði. Sá hét
Árni Diðriksson. Árni þessi varð
síðan einn af mestu athafna-
mönnum hér í Eyjum á sinni
tíð, mikill dugnaðar- og merkis-
maður, sem sat vel jörð sína,
meðan kraftar entust, og gerði
garðinn frægan af athöfnum
sínum og störfum. Árni Diðriks-
son bóndi í Stakkagerði var
hreppstjóri hér og meðhjálpari
um árabil. Hann var útgerðar-
maður og formaður og fengsæll
í bezta lagi. Um Árna Diðriksson
er þetta kveðið í formannavís-
Happadrjúgur hreppstjórinn,
hölda meður frækinn,
síðastur og sökkhlaðinn
syndir Árni í Lækinn.
Árni Diðriksson var slyngur
f jallamaður og bjargveiðimaður
ágætur. Hann notaði hér fyrstur
manna háf við lundaveiðar. Það
var sumarið 1875. J. P. Bryde
kaupmaður útvegaði Árna háf-
inn frá Færeyjum.
Engu veiðitæki virtist Árni
bóndi þó unna jafn mikið og
byssunni sinni eða réttara sagt
byssunum sínum, því að hann
átti margar byssur ýmissa teg-
unda. Var það honum metnað-
armál að fága þær og fægja og
hirða vel, enda var hann hirðu-
maður mikill í öllum búskap
sínum og atvinnurekstri. Ámi
var skytta með afbrigðum. Hann
gekk oft og iðulega meðfram
strönd Heimaeyjar með byssu
sína og aflaði sér búsílags. Var
það bæði fuglakjöt og selkjöt.
Árni bóndi Diðriksson var
maður skapfastur og traustur,
virðulegur í framkomu og höfð-
ingi í lund, þegar því var að
um: