Blik - 01.05.1957, Page 111
B L I K
109
skipta. Hann var mikill maður
að vallarsýn og höfðinglegur á-
litum, harður á brún og einbeitt-
ur og lítt við hvers manns hæfi,
en áreiðanlegur og hjálplegur,
ef til hans var leitað, og orðheld-
inn í hvívetna.
Strákum hér í Eyjum stóð
stuggur af hreppstjóranum 1
Stakkagerði og óttuðust hann.
Bóndi þessi svaf eigi í her-
bergi með konu sinni, þó að
hjónalífið væri ástríkt og traust,
heldur hafði hann sitt svefnher-
bergi niðri í Stakkagerðisbæn-
um og hafði þar hjá sér hinar
gljáfægðu byssur sínar og skot-
færi. Torsótt var það gestum og
gangandi að fá að koma þangað
inn, ekki sízt strákum, þó að fáir
þráðu heitar að fá að sjá „allar
byssurnar hans Árna í Stakka-
gerði“ en einmitt þeir.
Árni Diðriksson var maður
fáskiptinn og óáleitinn. Þótti
hann oft knappur í svörum og
kleip þá sjaldnast utan úr þeim.
Einhverju sinni arkaði ungur
maður, sem þóttist eiga töluvert
undir sér, á fund Árna bónda og
leitaði samþykkis hans lun ráða-
hag við Jóhönnu einkadóttur
þeirra Stakkagerðishjóna. ,,Fyrr
skal af mér hausinn“, svaraði
bóndi. Fleiri orð ekki sögð. Mál-
ið var útkljáð.
Á tímum Herfylkingarinnar
var Árni bóndi Diðriksson for-
ingi fyrir 2. flokki hennar.
Hannes Jónsson, síðar hafn-
sögumaður, hóf sjómennsku
sína 13 ára á opna skipinu
Gideon (byggt 1836) undir
stjórn Árna Diðrikssonar. Þeg-
ar Hannes var 18 ára, fól Árni
honum skipið. Hannes var síð-
an formaður með Gideon í 30
vertíðir, og var Árni sameign-
armaður hans um skipið, meðan
hann lifði.
Árni bóndi Diðriksson fædd-
ist í Hólminum í Landeyjum 18.
júlí 1830. Ólst hann þar upp til
18 ára aldurs, en árið 1848
fluttist hann hingað til Vest-
mannaeyja. Faðir hans var
Diðrik bóndi í Hólminum í
Landeyjum Jónssonar bónda í
Gaularáshjáleigu Diðrikssonar.
Móðir Árna bónda var Sigríður
Árnadóttir frá Voðmúlast. (f.
1798 Hafliðasonar og k. h. Ing-
veldar Þorsteinsdóttur. Heim-
ild um þessa ættartölu frá Árna
Árnasyni símritara).
Kona Árna bónda Diðriksson-
ar var Ásdís Jónsdóttir, og var
hann seinni maður hennar.
Ásdís húsfreyja í Stakka-
gerði var komin af Austurlandi,
fædd í Núpshjáleigu í Berunes-
sókn árið 1816, dóttir Jóns
bónda yngra í Núpshjáleigu (f.
1789) Jónssonar bónda og
hreppstjóra í Gautavík (f. 1749)
Jónssonar. Móðir Ásdísar og
kona Jóns yngra var Þórdís
dóttir Einars á Teigarhorni Þor-