Blik - 01.05.1957, Qupperneq 114
112
E L I K
í Eyjum. Hún kemur við sögu
hér í Eyjum með því, að fjöldi
afkomenda hennar er hér bú-
settur. (Sjá mynd á bls. 119).
Hinn ungi Landeyingur, Árni
Diðriksson, réðist til Ásdísar
Jónsdóttur ekkju í Stakkagerði
eftir slysið 1851 og gerðist ,,fyr-
irvinna" hennar. Með tímanum
varð hann ástfanginn af hús-
móður sinni, þó að hún væri 14
árum eldri en hann. Hún þekkt-
ist einnig hinn unga röskleika-
mann, og þau giftust 8. október
1858.
Ásdís Jónsdóttir húsfreyja
var hin mesta myndarkona í
hvívetna, ráðsett og skýr, og orð-
lögð fyrir mannlund og gæði;
sérstaklega barngóð. Hún var
lág kona vexti, frekar þrekin,
og bar hún með sér gæðin og
mildina, hvar sem hún fór.
Þau hjón Árni og Ásdís,
bjuggu saman á Eystra-Stakka-
gerði í 33 ár, eða þar til Ásdís
dó 1892, 21. nóv.
Árni Diðriksson hrapaði til
dauðs í Stórhöfða 28. júní 1903.
Gekk hann þar í Höfðanum einn
síns liðs við að safna æðardún.
Hann hrapaði úr svonefndri
Rauf norðan í Höfðanum. Líkið
fannst á litlu dýpi eilítið skadd-
að, svo að óvíst var, hvort hann
hefði dáið í fallinu eða drukkn-
að.
Einkabarn þeirra hjóna var
Jóhanna Sigríður (f. 11. nóv.
1861), er giftist Gísla Lárus-
syni gull- og silfursmið frá Búa-
stöðum.
Einn af vinnumönnum þeirra
Árna og Ásdísar orti þessa
vísu um einkadótturina, er hún
var lítil stúlka:
Ein fögur faldananna,
sem fríðust allra þykir svanna,
hennar heiti er Jóhanna,
og hefur brúðu í keltu sér.
Yndi er að fá að finna hana
og hafa undir vanga sér.
Árið eftir að Ásdís húsfreyja
lézt, fengu hjónin, Gísli og Jó-
hanna, byggingu fyrir Eystra-
Stakkagerði og dvaldist svo
Árni faðir Jóhönnu hjá dóttur
Hjónin Gisli Lárusson og Jðhanna Árna-
dóttir með tvö börn sin Arna og Theó-
dóru (d. 1920).