Blik - 01.05.1957, Qupperneq 117
B L I K
115
5. Heygarður, 6 áln. á lengd, 4 áln.
á breidd. Stæðilegur.
6. Túngarður, 130 faðma (245 m)
langur; þar af 50 faðmar í slæmu
standi.
7. Byrgi í Fiskhellum í standi.
Vorið 1869 er Jóni Salómon-
sen verzlunarstjóra byggð
Vestri-Stakkagerðisjörðin frá
14. maí næsta ár (1870). Þeir
Jón verzl.stjóri og Bjarni sýslu-
maður höfðu þá skipti á jörðum
með leyfi stiptyfirvaldanna.
Plutti sýslumaður á þá Vilborg-
arstaðajörðina, er Jón Salomon-
sen hafði búið á.
Þá var jörðin Vestra-Stakka-
gerði talin fóðra eina kú og einn
hest, hafa hagagöngu handa 12
sauðum á Heimalandi og 10
sauða beit í Álsey; fuglatekju í
báðum þessum stöðum og í
Súlnaskeri móts við aðra sam-
eigendur. Landsskuldin var 140
fiskar á ári, sem gjaldast skyldu
í peningum 1 fardögum ár hvert
eftir verði á hörðum fiski sam-
kvæmt gildandi verðlagsskrá
hverju sinni.
Haustið 1869, 15. nóv., fór
fram úttekt á jörðinni vegna á-
búendaskiptanna næsta vor,
1870. Voru þá fylgieignir jarð-
arinnar sem hér segir:
1. Bæjardyr, 3 V2 al. á lengd, 3 áln.
á breidd. Stæðileg.
2. Eldhús, 7 áln. langt og 3 áln. á
breidd. Hlaupinn veggur.
3. Kálgarður, 35 ferfaðmar (124 m2).
4. Túngarður, 133 faðma (250 m)
langur; þar af 8 faðmar bilaðir.
Kona Jóns Jónssonar Saló-
monsen verzlunarstjóra var
Jórunn Jónsdóttir prests Aust-
mann.
Eftir dauða Jóns Salómonsen
hélt Jórunn jörðinni samkvæmt
fornri venju. Hún giftist síðan
Engilbert Engilbertssyni verzl-
unarmanni við Tangaverzlun.
Þau hjón bjuggu í Jómsborg en
nytjuðu framvegis Vestri-
Stakkagerðisjörðina.
Jórunn lifði báða menn sína.
Hún hélt jörðinni til ársins 1899.
Fengu þá hjónin Gísli og Jó-
hanna líka byggingu fyrir þeirri
jörð og höfðu nú byggingu fyrir
öllum Stakkagerðisvellinum.
Landskuld skyldi vera hin
sama og á eystri jörðinni, 7214»
alin.
Gerðist nú Gísli gullsmiður
hinn mesti athafnamaður. Með
búskap sínum og handverki rak
hann útgerð, vann að menning-
armálum, svo sem örnefnasöfn-
tm, var forustumaður í bindind-
ismálum Eyjabúa, studdi í-
þróttamál og önnur félagsmál
unga fólksins o. fl. Frú Jóhanna
gegndi forustuhlutverki í fé-
lagssamtökum kvenna hér og
var hin mesta myndarkona,
hjálpleg og hjartahlý.
IJttekt Vestur-Stakkagerðis-
jarðarinanr 1899 er svo hljóð-
andi og mun vera lýsing á Borg,
en svo voru gömlu bæjarhúsin
á jörð þessari nefnd. (Sjá mynd
á bls. 111).