Blik - 01.05.1957, Síða 120
118
B L I K
var honum tilkynnt, að hann
fengi ekki afnot hennar lengur.
Bærinn Borg, gömlu jarðar-
húsin, stóðu í suðurhluta túns-
ins, en suðurmörk þess voru
sem næst sanni Hvítingavegur-
inn. Vesturmörkin eru við garð-
ana austanvert við húsin með
Skólaveginum. Kirkjuvegurinn
fylgir hinsvegar austurmörkum
eystri jarðarinnar. Þar lá gatan
upp að Landakirkju og niður í
Sand. Kirkjuvegurinn var lagð-
ur í bugðu eftir túnjaðrinum.
Gísli Lárusson „setti út“ tún-
ið sunnan við túngarðinn suður
af Sjúkrahúsinu suður undir
Hvítingaveginn.
Enn sést móta fyrir hleðslunni
í norður gaflhlaði Borgar aust-
an við húseignina Aðalból.
Um margra ára skeið bjó
Guðmundur Ögmundsson járn-
smiður í Borgarbænum. Hann
var faðir Ástgeirs bátasmiðs í
Litlabæ. Guðmundur var hag-
leiksmaður mikill og hafði
smiðju sína þarna í Borg. Hann
smíðaði fiskiöngla, sem þóttu
sérlega veiðnir og voru frægir
og eftirsóttir („önglarnir hans
Guðmundar í Borg“), skeifur,
bátanagla, brennimörk o. fl. Var
hann sem næst karlægur í Borg
síðustu árin.
Eftir að Guðmundur Ög-
mundsson dó, fékk gömul kona,
húsnæðislaus, Anna Benónýs-
dóttir að nafni, leyfi Ágústs
Þórðarsonar til þess að búa í
Borg. Flutti hún þaðan í Sjúkra-
húsið og dó þar. Þá reif Ágúst
Þórðarson Borg. Það var árið
1925.
Húseignin Kaupangur er
byggð nyrzt í túnjaðri Vestra-
Stakkagerðis eða í kálgarði þar
við jaðar túnsins. Svo er og
um fangahúsið og brunastöðina.
Sumarið 1926 tók Sjúkrahús
Vestmannaeyja, sem þá var í
smíðum, við Vestra-Stakkagerð-
isjörðinni og nytjum hennar,
enda þótt Ágúst Þórðarson
nytjaði túnið til ársins 1934
eins og fyrr segir. Engin jarð-
arhús fylgdu þá jörðinni. Túnið
var þá talið hafa orðið fyrir
skemmdum, sem stafaði af
byggingu fangahússins og
brunastöðvarinnar.
Jóhanna Árnadóttir hús-
freyja í Eystra-Stakkagerði dó
árið 1932, en Gísli maður
hennar 27. sept. 1935.
Vorið eftir dauða hans var
jörðin tekin út. 1 úttektar-
skránni stendur skrifað: „Þar
sem Sjúkrahúsið stendur í
miðju túni jarðarinnar, kalla
úttektarmenn norðurtún og suð-
urtún.“
Norðurtúnið er þá talið vera
5230 m2 að stærð. Suðurtúnið
4144 m2, alls 9374 m2 eða tæp-
ur 1 ha. Jarðarhús talin engin.
Kálgarðar tveir, 500 m2 og 210
m2.
Hafði þá Sjúkrahús Vest-
Framhald á bls. 120.