Blik - 01.05.1957, Page 122
120
B L I K
hafa á ýmsum tímum hins langa
starfsdags hans falið honum
mörg trúnaðarstörf.
Um áratugi var séra Jes for-
ustumaður í goodtemplararegl-
unni og bindindismálum í bæn-
um.
Séra Jes var giftur Ágústu
Eymundsdóttur, bróðurdóttur
Sigfúsar Eymundssonar í Reykja-
vík. Hún var ættuð frá Skjald-
þingsstöðum við Vopnafjörð. Frú
Agústa var fædd að Skjaldsþings-
stöðum 1873, fluttist til Reykja-
víkur 9 ára gömul og ólst þar
upp hjá föðurbróður sínum, Sig-
fúsi Eymundssyni. Frú Ágústa dó
hér í Eyjum 1939 66 ára að aldri.
Þeim hjónum var 7 barna auðið
og eru 4 þeirra á lífi.
4. Ágúst Gíslason, útgerðarmaður
og formaður. f 15. ágúst 1874. Dó
hér af slysförum 24. des. 1920
1. Ásdís Gísladóttir, f. 11. okt. 1878,
fyrri kona Gísla J. Johnsen stór-
kaupmanns. Þau byggðu Breiða-
blik hér í Eyjum árið 1908 og
bjuggu þar, meðan þau dvöldust
hér. Frú Ásdís dó í Reykjavík
23. febr. 1945.
2. Guðbjörg Gíslad., f. 25. 8. 1880,
gift Sæmundi Jónssyni fyrrv. út-
gerðarmanni hér. Áður var fru
Guðbjörg gift dönskum manni
Aage Petersen að nafni.
3. Lárus Gíslason, dó af slysförum
hér í Eyjum, drukknaði.
Lárus stundaði hér ljósmynda-
smíði. Hann lærði í Reykjavík
hjá Friðrik bróður sínum. Var ó-
giftur.
4 Jóhann Gíslason, f. 16. 7. 1883, var
hér verkamaður og sjómaður Jó-
hann bjó í Hlíðarhúsi hér og dó
þar 1. marz 1944.
1. Anna Thomsen, gift Friðrik
Gíslasyni eins og fyrr segir. Dó
í Reykjavík.
2. Rebekka Gisladóttir, dó 3—4 ára
gömul.
3. Gísli Stefánsson, kaupmaður að
Hlíðarhúsi, verzlaði þar í norð-
urstofunni niðri. Fyrr var hann
hér kaupfélagsstjóri.
Gísli Stefánsson var f. 1842
í Selkoti undir Eyjafjöllum, son-
ur Stefáns stúdents, bónda þar,
og Onnu Jónsdóttur prests í
Vogsósum. Frú Anna var fædd
1804 og dó 1879.
4. Soffía Lisebet Andersdóttir, fædd
hér í Vestmannaeyjum 8. 10. 1847.
Frú Soffía var ein af þremur
dætrum þeirra hjóna í Eystra-
Stakkagerði, Ásdísar Jónsdóttur
og fyrri manns hennar, Anders
Asmundsen, norsks skipstjóra.
5. Krisján Gíslason, f. 16. jan. 1891.
Hann var hér sjómaður og dó
hér 10. febr. 1948.
Stakkagerbisvöllurinn
Framhald af bls. 118.
mannaeyja, eða eigandi þess,
kaupstaðurinn, hlotið afnot
beggja Stakkagerðisjarðanna.
Nokkru síðar var ymprað á
þeirri hugmynd, að norðurhluti
V.-Stakkagerðistúnsins yrði
gerður að barnaleikvelli. Sú
hugsjón rættist brátt. Síðan lýð-
veldið var stofnað, hafa Vest-
mannaeyingar efnt til hátíðar-
halda á túnbletti þessum og
minnzt þar fullveldisins. Á und-
anfömum árum hefir sjómanna-
stéttin í bænum efnt þar til há-
tíðar á sjómannadaginn og
minnzt þar starfs síns og lífs.
Sigurður Bogason bókari
keypti íbúðarhúsið á Eystra-
Stakkagerðisjörðinni árið 1940
og býr þar enn með konu sinni.
Þau hafa hins vegar aldrei
haft nein afnot jarðarinnar.