Blik - 01.05.1957, Page 127
B L I K
125
Spaug
Ó, þetta kemur mér svo ó-
vænt, Jörundur, sagði stúlka um
leið og hún játaðist honum Jör-
undi, þegar hann bað hennar í
11. sinn.
©
Búhygginn kaupstaðarbúi
kaupir stóra jörð og nokkrar
kýr og hefur ráðsmann til að
reka búið.
Ráðsmaðurinn: „Við þurfum
að fá fleiri kýr, því að mykjan
hrekkur ekki á allt túnið.“
Hinn hyggni búmaður: „Ef
við gæfum kúnum vænan
skammt af laxerolíu daglega,
mundum við þá ekki komast af
með færri kýr.“
©
Páll gamli kemur í 30 stiga
gaddi inn 1 verzlun og biður um
vasaklút.
Kaupmaðurinn: „Svo að þú
hefur kvefazt, Páll minn. Það
er von í þessum kulda.“
Páll: „Nei, nei, ég hefi ekki
kvefast. En treyjuermin mín er
stokkfrosin í þessum heljar-
gaddi, og fingurnir verða loppn-
ir, svo að ég má til með að
kaupa mér klút.“
©
Prestskonan: „Hvernig stend-
ur á því, að þú skulir tyggja
þessi ósköp af tóbaki, Pétur?“
Pétur: „Hvernig ætti ég að
vera eins og svín og hafa alltaf
matarbragðið í munninum."
©
Jóhann (í kvonbænum við
tengdamóður sína tilvonandi,
sem spyr hann að því, hvort
hann geti fætt konuefnið sitt) :
„Já, vissulega verður mér ekki
skotaskuld úr því. Þegar ég bý
til mat, verða svo miklar leifar
eftir, að ég verð að fá mér hund
eða hænsni, fái ég mér ekki
konu.“
©
Jói kemur inn í sparisjóð:
„Ég átti að spyrja, hvort hér
væri nokkur víxilí á Jóakim
Júlíusson."
„Er hann samþykkjandi ?“
„Nei“.
„Er hann fallinn?“
„Nei, er í vegavinnu.“
©
Jón gamli, drykkfeldur, kem-
ur til dýralæknisins og vill fá
sterkt vín handa veikum kálfi.
Dýralæknirinn: „Ég man ekki
til þess, að þú eigir neinn kálf.“
Jón gamli: „Nú, það er skrít-
ið! Ég, sem hef átt hann árum
saman.“
©
Prestur (mætir Halli gamla,
sem alltaf hafði verið svallari
og blótsamur): „Heyrðu, Hall-
ur minn, hvenær ætlarðu að
hætta þessu bölvi og bannfær-