Blik - 01.05.1957, Page 129
B L I K
127
Skipstjórinn: ,,Ég held mað-
ur þekki það. Ónytjungurinn,
sem engu nennir, er sendur til
sjós, til þess að gera mann úr
honum.“
Léttadrengurinn: „Nei, skip-
stjóri, þetta hefur breytzt :crá
því þér voruð ungur.“
©
Negri: Jumbo, Jumbo. Það er
komið ljón inn í kofann til kon-
unnar þinnar.
Jumbo: Kemur ekki mál við
mig, það verður sjálft að sjá
um sig. Ekkert get ég hjálpað
því, Ijóntetrinu.
©
Ungur Eyjaskeggi kom 1
blómabúð og ætlaði að kaupa
rauðar rósir. Allt í einu féll
hann í þungar hugsanir.
„Þér ætlið auðvitað að segja
henni það með rósum,“ sagði
Bjarni kaupmaður brosandi.
„Þá duga ekki minna en þrjár
tylftir."
„Nei, nei,“ sagði hinn ungi
Eyjaskeggi. „Það er nóg að hafa
þær sex. Ég vil ekki segja of
mikið.“
©
Hróbjartur situr að árbít sín-
um og les Föstudagsblaðið eins
og venjulega. Þegar honum
verður litið á dánartilkynning-
arnar, bregður honum ákaflega
og honum svelgist á. Þar stend-
ur nefnilega skýrum stöfum, að
hann sjálfur sé dáinn. Hróbjart-
ur æðir að símanum og hringir
til prestsins og segir: „Ég var
að sjá dánartilkynninguna mína
í Föstudagsblaðinu. Ósköp er að
lesa þetta.“
Prestur: „Já, ég las hana þar
í gær. Hvaðan hringirðu?“
©
Ung stúlka (hefur verið
skorin upp við botnlangabólgu):
„Læknir, haldið þér, að örið
verði mjög áberandi."
Læknirinn: „Það er alveg
undir yður sjálfri komið.“
©
Kennarinn við nemanda í 13
ára bekk: „Hvað geturðu sagt
mér um leðurblökuna ?“
Nemandinn: „Leðurblakan er
einasti fuglinn, sem hefur
spena.“
I sama bekk:
Kennarinn: „Hvar lifir mold-
varpan?“
Nemandi: „Hún grefur sér
göng niður í yfirborð sjávar-
ins.“
©
Gesturinn: „Þér segið, að orð-
ið hafi eigendaskipti hérna.
Þarna stendur þó gamh eigand-
inn. Býr hann ekki hér ennþá?“
Þjónninn: , Jú, jú, en hann er
giftur núna.“
©