Blik - 01.05.1958, Page 6
4
BLIK
þeirra lifa enn á tungu þjóðar-
innar og teljast spakmæli.
Skáldmæltur var Grettir einnig.
Ekki vantaði hann heldur líkam-
legu kraftana, svo sem kunnugt
er. Fór þá ekki prýðilega saman
hjá þessum manni það, sem við
íslendingar leggjum svo mikið
upp úr og metum svo mikils:
vitsmunir og líkamlegur styrk-
ur, vit og hreysti? Samt vant-
aði eitthvað í Gretti. Ef til vill
hefir sálin hans ekki verið
hraust þrátt fyrir allt. Ekki
spillti móðirin honum í uppeld-
inu. Móðir hans er nafnkunn í
sögunni fyrir skapstillingu,
fórnfýsi, móðurkærleik og næm-
an skilning á þá eiginleika, sem
veita okkur mesta hamingju í
lífinu. Ef til vill unni hún þess-
vegna Grettj meir en hinum
sonum sínum, að hún fann og
skildi, hversu mjög hann skorti
það mesta og það bezta, þó að
hann væri gáfaðastur sona
hennar.
Grettir var ótuktarlegur föð-
ur sínum. Og hann hirti ekki
um það, þó að hann á þann hátt
særði tilfinningar móður sinnar,
sem fórnaði honum miklum
kærleika og ástúð.
Til þess að létta sér hrossa-
gæzluna heima á Bjargi, réðist
hann með hníf í hendi að mál-
leysingjanum, forustuhryssu
föður síns, þar sem hún stóð
við stallinn í hesthúsinu, og fló
af henni hrygglengjuna. Þegar
þessi sami unglingur skyldi gæta
gæsa foreldra sinna og vinna
þeim þannig eitthvert gagn,
hafði hann ekki stjórn á skapi
sínu, þegar gæsirnar reyndust
bágrækar, heldur lagði hann
hönd á þessa málleysingja líka
og vængbraut nokkra gæsaunga.
Samur var Grettir og jafn við
sig með ótuktarskapinn o g
kersknina við ferðafélaga sína,
er hann sigldi með þeim austur
yfir hafið til Noregs. Allt þetta
lesið þið um í Grettissögu.
Hverskonar manngerð er það
eiginlega, sem ræðst að vamar-
lausum málleysingjum, dýrum,
særir þau og kvelur? Slíkt fólk,
ungt sem gamalt, er sjúkt. Þar
skortir ekki neitt smáræði á
heilbrigt tilfinningalíf. Ham-
ingjuskilyrðin í þeim manns-
hjörtum eru engin. Slík ó-
mennska, sem dýrin verða fyrir
af þvílíku fólki, á sér rætur í
tilfinningalífinu.
Ég er ekki viss um það, nem-
endur, að þið hafið tekið nógu
gaumgæfilega eftir því hjá mér,
að ég taldi son föðurins héma
áðan vænlegt efni í nýtan og
góðan mann, ef. . . . (það var
skilyrðum háð), ef ekkert sér-
stakt truflaði eðlilegan þroska
hans til manntaks og dáða. Hér
á ég fyrst og fremst við eitur-
lyfjanautnirnar, tóbaks- og á-
fengisnautnina.
Ekki era ýkja mörg ár síðan
nokkrir piltar hér á ykkar aldri