Blik - 01.05.1958, Síða 8
6
B L I K
okkur íhugunar- eða umhugs-
unarlaust.
Fjarri er það mér að álykta
þessa pilta fædda með þjófs-
hvatir. Já, fjarri er það mér.
Þeir eru aðeins glöggt og átak-
anlegt dæmi um beztu mann-
gerðir, sem á unga aldri verða
þrælar illra afla, láta aðsteðj-
andi óheillastraum flæða yfir
sig og gerast þar viljalaus rek-
öld. Nemendur mínir, ábyrgðin
af velferð ykkar og hamingju
færist nú æ meir og meir á ykk-
ar eigin herðar, eftir því sem
þið eldizt. Undir þeirri ábyrgð
verðið þið að rísa og reynast
menn að bera. Þá reynir á vilja-
líf ykkar og siðgæðisþrek — og
svo gæði tilfinningalífsins. Með
sterkum og einbeittum vilja,
sem yljaður er næmu og heil-
brigðu tilfinningalífi, ber ykkur
að sækja á brattann. Til þess
hafið þið allir nægilega vits-
muni, svo er forsjóninni fyrir að
þakka.
Óneitanlega er það oft gott,
sem gamlir kveða. Þeir hafa
reynsluna, og reynslan hefir
skerpt hugsun þeirra og skiln-
ing.
Þegar ég var á æskuskeiði,
heyrði ég aldrað fólk halda því
fram, að sá piltur, sem væri
góður móður sinni og nærfærinn
við hana, yrði líka góður við
konuna sína og börnin sín, sem
sé góður heimilisfaðir. Þessu
trúði ég, og lífið hefir aukið
mér skilning á þessari speki
gamla fólksins. Hér eru það
manngæðin, og þá fyrst og
fremst tilfinninga- og viljalífið
eins og allstaðar annarsstaðar,
sem verða hornsteinar fagurs
heimilislífs og mannlífs. Án
þessara hyrningasteina verður
jafnan gisinn og þroskalítill
gróður á lífsakri okkar mann-
anna. Alltaf vorkenni ég þeim
æskumanni, sem launar móð-
ur sinni kærleikann og fórn-
arlundina með kulda, kæruleysi
og óhlýðni. Þar vantar eitthvað
meira en lítið í tilfinningalífið.
Hætt er við, að sá skortur geri
illa vart við sig síðar í hans eig-
in heimilislífi.
Bratti námsins er nú fram-
undan. Leggið á hann ótrauðir.
Þar fáið þið nú fyrsta tækifærið
til að sýna og sanna sjáifum
ykkur og öðrum, hversu vísirinn
til sterks viljalífs og traustrar
skapgerðar er ríkur í ykkur.
Sumum ykkar verður sú bratta-
ganga leikur einn en öðrum erf-
iðari. Þá megum við ekki slaka
á klónni eða gefa eftir. Þá skul-
um við minnast þess, að bar-
áttan við örðugleikana og sigur-
inn yfir þeim er leiðin til að
öðlast sterkan vilja og efla með
sér manndóm og manntak.
Við skulum öll reyna að skilja
sjálf okkur og þau lögmál, er
mestu varða um farsæld okkar
og hamingju í lífinu.
Þ. Þ. V.