Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 10
8
B L I K
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR:
A ísskörinni
Þegar ég var á unga aldri,
sagði Sigríður Ólafsdóttir frá
Hólminum í Landeyjum mér
sögu þá, sem hér birtist. Föður-
amma hennar, Sigríður Árna-
dóttir, sagði henni, og þekkti
hún vel til þess, er gerðist. Mig
minnir, að telpan, sem atburð-
irnir greina frá, hafi sjálf sagt
henni frá þeim.
Sigríður Árnadóttir (f. 1800)
var gift Diðriki Jónssyni bónda
í Hólminum, og voru börn
þeirra, sem mér er kunnugt um,
Árni hreppstjóri 1 Stakkagerði
hér í Eyjum, (Sjá Blik 1957),;
Þórður, sem gerðist mormóni og
fór til Vesturheims; Guðmund-
ur, sem fórst með Jóni Brands-
syni frá Hallgeirsey, og Ragn-
hildur kona Ólafs Jónssonar frá
Miðey. Jón í Miðey, faðir Ólafs,
var sonur Jóns bónda á Ljótar-
stöðum (f. 1766) Þorkelssonar
(f. 1727 d. 17./9. 1806), bónda
þar Grímssonar.
Jón Jónsson var bróðir Þor-
kels yngra á Ljótarstöðum (f.
1799), sem nafnkunnur var fyr-
ir bátasmíðar sínar. Þorkell
Jónsson smíðaði t. d. hin kunnu
opnu skip hér í Eyjum, Gideon
(1836), Trú og Isak. Margir á-
gætir hagleiksmenn voru í ætt
hans.
Kona Þorkels Grímssonar
bónda á Ljótarstöðum hét Guð-
rún Jónsdóttir (f. 1731), og er
það frá henni, sem saga þessi
greinir.
Þegar saga þessi gerðist, var
Guðrún 8—9 ára gömul og alin
upp á sveit. Hvort foreldrar
hennar voru dánir eða svo fá-
tækir, að þeir gátu ekki séð fyr-
ir henni, veit ég ekki með vissu.
Sá háttur var á hafður um
framfærslu telpunnar, að hún
var látin dvelja hálfan mánuð á
hverju heimili í sveitinni, sem
bjargálna var, en á þeiin tíma
þrengdi fátækt mjög að þjóð-
inni.
Guðrún Jónsdóttir sagði svo
síðar frá, að misjöfn hefði vistin
verið á heimilunum, og fór það
mjög eftir manngerð húsbænd-
anna. Sumsstaðar leið henni vel,
annarsstaðar miður. Þó var þar
eitt heimili, sem skar sig úr öll-
um öðrum inn slæma líðan stúlk-
unnar. Húsmóðirin var ákaflega