Blik - 01.05.1958, Page 11
B L I K
9
Ingibjörg Ólafsdóttir er f. 12. apríl 1895 að Dalseli undir Eyjafjöllum. Faðir Ingibjargar
var Ólafur bóndi i Eyvindarholti i Landeyjum Ólafsson bónda i Hólminum Jónssonar
bónda i Miðey Jónssonar Þorkelssonar bónda að Ljótarstöðum Grimssonar. Kona Ólafs
bónda i Eyvindarholti var Sigriður Ólafsdóttir frá Múlakoti i Fljótshlið. Ingibjörg Ólafs-
dóttir fluttist til Vestmannaeyja árið 1920. Hún var gift Birni vélstjóra Bjarnasyni
bónda og útgerðarmanns Einarssonar i Hlaðbœ. Ingibjórg missti mann sinn árið
1947. Þeim varð 8 barna auðið, og eiga þait öll heima i F.yjum. Ingibjörg Ólafsdóttir
er ein allra mesta blómarrehtarkona i Eyjum. Myndin var tekin á 60 ára afmœli
Ingibjargar.
harðlynd, og sonur hjónanna, 12
—14 ára, sat sig ekki úr færi að
hrella litlu stúlkuna og lítils-
virða og brigzla 'henni um fá-
tækt hennar og einstæðingsskap.
Sjálf fann hún mikið til einstæð-
ingsskapar síns og umkomuleys-
is og þurfti því ekki að minna
hana á það. Hin næma og við-
kvæma barnslund hennar leið
mikið við þetta. Eitt sinn kom
það í hlut Guðrúnar litlu að
dvelja hjá harðlyndu húsmóður-
inni um jólin.
Litla stxilkan var ekki látin
sofa í baðstofunni eins og hitt
fólkið á heimilinu, heldur var
hún látin sofa ein úti á fjós-
lofti. Þar svaf hún á fleti. Ekk-
ert ljós inátti hún hafa hjá sér,
og leið hún mikið fyrir það, því
að hún var ákaflega myrkfælin
og ístöðulítil. Hún grét því mik-
ið í einverunni og myrkrinu. Hún
bað oft fyrir sér og las bænirnar
sínar, sem amma hennar og
mamma höfðu kennt henni, af
einlægum huga, og veittu þær
henni alltaf huggun og hugsvöl-
un. Oftast var hún svöng, en