Blik - 01.05.1958, Síða 14
12
B L I K
dýrðina og eilífa sæluna bæði þessa
heims og annars.
Svo segir minn heilagi Ágústínus
biskup.
Hver sem hefir þennan formála
fyrir sér og virðir sem grát sællar
Maríu Jesú móður, þann inn sama
mun ekki óvinurinn svíkja eða
nokkurn hans niðja eða náunga
skaða gera; svo flýr óhreinn andi af
hvers manns húsi og herbergjum,
sem grátur sællar Maríu Jesú móður
er sunginn eða lesinn á kvöldin, þeg-
ar maður sofnar, eða á morgnana,
þegar maður vaknar.
Laðaðir séu allir til himnaríkis
fyrir utan enda.
Amen.
Einmitt á þessari stundu var
einn af ráðandi mönnum sveit-
arinnar á ferð um þessar slóðir.
Hann kom allt í einu auga á
dökka þúst á hjarninu við læk-
inn. Víst bærðist það. Eitthvað
lifandi hlaut það að vera. Það
skyldi því athugað nánar. Hann
sló í hest sinn og nálgaðist óð-
fluga þann stað, þar sem litla
stúlkan sat á snjónum við ís-
skörina. Hún var grátbólgin og
aðfram komin af kulda. Hann
komst við af þessari sjón. Hann
setti barnið í hnakkinn fyrir
framan sig og reið með hana til
næsta bæjar, þar sem henni var
hjúkrað og veittur ágætur beini.
Þessi hjartagóði maður lét
barnið segja sér allt um veruna
hjá harðlyndu konunni og syni
hennar, jólakvöldið minnisstæða
og svo um komuna að læknum.
Það styrkti frásögn barnsins, að
kvisazt hafði um sveitina þetta
með jólamatinn árið áður.
Velgerðarmaður bamsins
komst mjög við af frásögn þess
og kvað svo á, að hún skyldi
aldrei framar þurfa að kvíða
vistinni hjá harðlyndu konunni,
— hann skyldi sjá til þess.
Eftir þetta kom hann telpunni
fyrir á ágætu heimili, þar sem
allir voru henni mjög góðir. Þar
náði hún góðum þroska og varð
myndarstúlka og mannvænleg.
Hún giftist síðan Þorkeli Gríms-
syni, og munu þau hafa hafið
búskap á Syðri-IJlfsstöðum í
Krosssókn í Landeyjum, en
fluttu síðan að Ljótarstöðum og
gerðu þann garð frægan.
Þorkell Grímsson var mikils-
metinn maður og þau hjón mjög
vel efnum búin. Guðrún Jóns-
dóttir var gæfusöm og góð kona,
og trúði hún því einlæglega alla
ævi, að guð hefði heyrt bænir
hennar, þar sem hún sat á ís-
skörinni og bjóst við dauða sín-
um.
Treystið guði umfram allt og
gleðjið fátæka og hjálpið þeim,
voru beztu lífsreglumar, sem
hún gaf börnum sínum.
Guðrún Jónsdóttir varð göm-
ul kona (f. 1731, d. 1815) og
gæfusöm. Hún varð rík af ver-
aldlegum auði, en mesta auð-
legð átti hún í hreinni og
fölskvalausri trú og trúnaðar-
trausti til forsjónarinnar.
/. 6.