Blik - 01.05.1958, Side 26
24
B L I K
naumindum þó. Þarna stóð Sig-
ríður Einarsdóttir fyrrverandi
húsfreyja og hreppstjórakona í
Stakkagerði, slipp og snauð að
veraldlegum f jármunum. Valtur
er veraldarauður, það hafði hún
sannarlega fengið að þreifa á.
Þó var hún þakklát forsjóninni
fyrir það, að börnin hennar
björguðust úr lífsháskanum, svo
og unnustinn með öðrum mann-
verum, sem á skipinu voru.
1 öllu þessu mótlæti, missi bús
og búslóðar, fannst henni þá
sem öryggið fælist hjá unnust-
anum í Neðradal.
Þegar á reyndi, vildi Hall-
varður í Neðradal ekkert hafa
með Sigríði Einarsdóttur að
gera, örsnauða og allslausa ver-
aldlegum gæðum. Svo fór um
ástaryl þann.
Hvað átti Sigríður Einarsdótt-
ir nú til bragðs að taka með
börnin sín tvö? Margt gott fólk
þekkti hún undir Eyjafjöllum,
og margir þar óskuðu þess að
mega og geta rétt þessari öðl-
ingskonu hjálparhönd. — Hún
réðist vinnukona á gott heimili
og sá börnum sínum vel far-
borða. — Síðar vann hún á ýms-
um heimilum undir Eyjaf jöllum,
síðast í Steinum. Þaðan fluttist
hún til systur sinnar, Margrétar
yngri, er bjó í Akurey í Land-
eyjum. Þar dvaldist hún þar til
árið 1870 að hún fluttist aftur
hingað út til Eyja og settist í
hornið hjá Jóni syni sínum, sem
þá var orðinn bóndi í Túni.
4. Jón Vigfús Vigfússon
Jón litli Vigfússon sannaði
snemma handlægni sína og
smíðahneigðir. Ungur lærði
hann söðlasmíði. Snemma
reyndist hann einnig smiður
góður á tré og járn.
Jón giftist undir Eyjafjöllum
Ingibjörgu Samúelsdóttur bónda
Pálssonar. Þau bjuggu að Krók-
túni. Þar fæddust þeim þrjú
stúlkubörn, sitt árið hvert. Ingi-
björg hét sú elzta, fædd 12. febr.
1859; Pálína, fædd 23. marz
1860, og Sigríður yngst, fædd
1861, og hét hún nafni föður-
ömmu sinnar.
Eftir nokkurra ára búskap og
hjúskap í Króktúni, skildu þau
hjón, Jón og Ingibjörg, sam-
vistum. Fluttist þá Jón til Vest-
mannaeyja með yngri dætur
sínar, Pálínu og Sigríði, en Ingi-
björg Samúelsdóttir hafði Ingi-
björgu dóttur þeirra á sínu
framfæri. — Ingibjörg Samúeis-
dóttir varð fjörgömul kona og
dó í Neðradal 1 júní 1917. Ingi-
björg Jónsdóttir dvaldist lengi
ævi í Dalseli og dó þar í júní
1940.
Hér í Eyjum bjó Jón Vigfús
fyrst við tómthúsmannakjör í
tómthúsinu París og síðan varð
hann húsmaður í Fagurlyst.
Hann hafði dætur sínar hjá sér.