Blik - 01.05.1958, Side 29

Blik - 01.05.1958, Side 29
B L I K 27 Það varð henni enn þiuig reynsla. Eftir það hætti hún að láta leiða sig í Landakirkju til að hlýða messugjörð. Nú urðu henni öll þau kynstur, sem hún kunni utanbókar af sálmum, versum, bænum og biblíugrein- um, sá sjóður, er hún í myrkrinu jós af sálarstyrk og huggun. Og enn skyldi á hana reynt. Árið 1890 dó Guðrún Þórðar- dóttir húsfreyja í Túni. Hún hafði alltaf verið tengdamóður sinni svo góð sem bezta dóttir væri, umhyggjusöm, nærgætin og ylrík. Þá átti þessi marg- reynda kona, Sigríður Einars- dóttir, enn eftir að lifa 7 ár í veraldarmyrkri, liggjandi ör- vasa í rúmi sínu. Sigríður Ein- arsdóttir andaðist 1897 og fylgdi öldinni um aldur eins og áður greinir. Séra Oddgeir Guðmundsen að Ofanleiti jarðsöng Sigríði Einarsdóttur. Húskveðjan, er hann flutti í Túni við kistu henn- ar, var einkar hlýleg og vel sam- in. Rétt þykir að birta hér kafla úr henni: „. . . . Og þegar þér, húsráð- andi þessa heimilis og sonur hinnar látnu, rennið augunum yfir liðna sambúð, megið þér þá ekki þakklátur játa: góða gaf mér guð móður .... Já, sannarlega minnist þér hennar með þakklæti, já, þér minnist hennar ekki aðeins nú með orði og tungu, heldur hafið þér ætíð minnzt hennar í verki og sann- leika með því að auðsýna henni alla alúð og umhyggju og son- arlega ræktarsemi. Og þér hafið seint og snemma minnzt þess og ekki sízt eftir að hún var orð- in barn í síðara skiptið, að hún var yður og yðar bernsku góð móðir. Barnsleg tryggð og rækt- arsemi er eitt hið fegursta blóm, er grær á akri mannlegs hjarta. Það er sú sáning, sem ekki mun bresta uppskeru á sínum tíma, og sú uppskera kemur hvað helzt fram á hinum hentugasta tíma, þegar að því líður, að mað- ur verður aftur barn og verður hjálpar þurfi. Já, það er góð uppskera af sonarlegri rækt við foreldra sína að sjá við hlið sér uppkomin efnileg börn og sjá athvarf og ellistoð, þar sem börnin eru. Sonarleg, barnsleg ræktarsemi er því dýrmætari, sem hún er fágætari í heim- inum, því að það verðum við að játa, að mörg dæmi hafa borið fyrir augu vor og eyru, sem sanna, að ræktarsemi milli nán- ustu ættingja er allvíða mjög á- fátt, sönn ræktarsemi, þar sem hana er að finna, er því eins og gullkornin innan um sandinn ..” Úr líkræðunni: „Langt líf er löng reynsla og beygir manninn og sveigir, nema því aðeins að mikið kristilegt þrek lifi í sálar- lífinu, og eins og þessi kona átti. Þrátt fyrir allt og allt var hún jafnan glöð og það glöð í guði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Blik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.