Blik - 01.05.1958, Page 52
50
B L I K
Lítil saga
Það var einu sinni fyrir
mörgum árum lítil stúlka, sem
hét María. Foreldrar hennar
voru hvorki fátæk né rík, held-
ur bjargálna. Henni leið vel í
alla staði og þótti gaman að
lifa. En eitt var þó að: hún átti
enga brúðu. Hana langaði skelf-
ing mikið til að eiga eina reglu-
lega fallega.
Það þýddi ekkert að biðja
pabba eða mömmu. Þau sögðu
bara nei, og enga brúðuna fékk
María. En svo var það einu sinni,
að efnt var til skemmtunar í
næsta þorpi, og þangað fóru
bæði ungir og gamlir.
Á þessari skemmtun átti að
vera happdrætti, og aðalvinn-
ingurinn var stór og falleg
brúða. Þetta vissi María, og hún
átti að fá að fara með foreldrum
sínum og systkinum á þessa
skemmtun.
Dagana fyrir skemmtun þessa
bað María til Guðs kvölds og
morgna, að hún fengi brúðuna.
Hún bað svo heitt og innilega
og hugsaði svo mikið um hana,
að daginn, sem fara átti, var
hún orðin svo viss um, að hún
fengi brúðuna, að hún efaðist
ekki lengur. Hún vissi, að hún
mundi fá hana. 0g mikið hlakk-
aði hún til. Hún gat bara alls
ekki beðið.
Loksins eftir langa mæðu var
lagt af stað. En þá spurði María
undrandi, hvort þau ætluðu ekki
með vagn undir brúðuna, sem
hún fengi. En þau hlógu þá að-
eins að henni og sögðu, að hún
fengi enga brúðu.
En María vissi betur.
Þegar til áfangastaðarins
kom, var þar fyrir fjöldi fólks.
Allir hlógu og mösuðu og
skemmtu sér. En María sá og
heyrði ekkert af því, sem fram
fór í kringum hana. Aðeins
brúðan komst fyrir í huga henn-
ar. Þau voru öll búin að kaupa
happdrættismiða og María hafði
aðeins keypt einn, af því hún
vissi, að það mundi nægja.
Og loksins, — loksins kom að