Blik - 01.05.1958, Side 54
52
B L I K
lagði af stað frá því í síðasta
sinn.
Eftir burtför félaganna gerði
norðan hríðar, og hlóð þá niður
miklum snjó. Ekkert fréttist af
ferðamönnunum, enda þess ekki
að vænta, þar eð samgöngur
voru þá mjög slæmar á Norður-
landi á þeim tíma árs.
Um morguninn á níunda degi
eftir brottför félaganna opnar
afi minn bæinn í blindhríð og
byl. Veltur þá ekki fyrirferðar-
mikil snjóhrúga inn úr bæjar-
dyrunum! Og út úr hrúgunni
kemur Fetill gamli, flaðrar upp
um afa og sleikir hendur hans.
Það var sem hundurinn vissi
ekki, með hvaða hætti hann gæti
bezt lýst gleði sinni yfir unnum
sigri á öllum þrautum og erfið-
leikum, — að vera nú loks kom-
inn aftur heim, — heim til vin-
anna, sem ekki skildu þó tilfinn-
ingar þessa gamla trygga þjóns.
Er Fetill var búinn að hrista
af sér snjóinn, iheilsa upp á alla
á bænum og amma búin að gefa
honum mat í gamla dallinn, var
farið að veita homrm meiri at-
hygli.
Það var sannarleg hryggðar-
mynd að sjá gamla Fetil. Þegar
hann fór, var hann feitur og
bústinn, en nú strengdur upp í
hrygg og grindhoraður, og svo
raunalegur á svip, að hver mað-
ur komst við, þegar hann leit á
hann.
Beðið var með óþreyju eftir
bréfi frá þeim félögum. Loks
kom það. Ferðin suður hafði
gengið seint; sífelldar hríðar og
ófærð mikil. Eftir 6 daga ferða-
lag gistu þeir á bæ í Hálsasveit
í Borgarfirði, og þar var Fetill
látinn upp í næturgreiða. Að
samkomulagi varð, að Fetill
skyldi ekki látinn komast út úr
bænum fyrr en eftir 1—2 daga.
Svo taldist því til, að Fetill hefði
farið á IV2 degi þá leið, sem
mennirnir fóru á 6 dögum, en sá
var munur, að þessi hvíti fer-
fætti ferðalangur fór dag-fari
og náttfari án þess að bragða
mat eða njóta hvíldar nokkra
stund, þar til að hann kom að
gömlu bæjardyrunum sínum í
norðan stórhríð. Við dyrnar lét
henn fenna yfir sig og beið þess,
að opnað yrði. Þá var takmark-
inu náð.
I gamla, norðlenzka bænum
hjá afa og ömmu var glatt á
hjalla yfir flóaðri mjólk og sykr-
uðum lummum, enda þótt norð-
an stórhríðin byldi á þekjunni
og fyllti allar gluggaborurnar.
Þama var haldin fagnaðarhá-
tíð til minnis um heimkomu Fet-
ils gamla, sem ekki fór varhluta
af öllum gæðunum.
Ef til vill hefir einhversstaðar
í gömlu brjósti leynzt samvizku-
bit af því að láta nokkm sinni
tilleiðast að gera gamla, trygga
þjóninn að verzlunarvöru.
Sigurbjörg Jónasdóttir
III. bekk verknáms.