Blik - 01.05.1958, Qupperneq 64
62
B L I K
svaf úr sér drykkjuvímuna, voru
börnin að reyna að klæða sig
sjálf, bæði óhrein og óþrifaleg
til reika, þegar þau komu út.
Jafnvel á öðrum skónum. En
nú er þetta allt liðið hjá, því að
móðirin er gift aftur og hætt að
drekka og börnin uppkomin, og
ihún hugsar nú vel um sitt
heimili.
Þeir, sem stofnað hafa good-
templararegluna, hafa svo sann-
arlega gert gott, og leitt marga
inn á rétta braut. Ég get ómögu-
lega skilið, hvaða nautn menn
finna, ef þeir drekka áfengi, og
ég kæri mig ekkert um að skilja
það. Ég vona, að við sem erum
að vaxa upp, leggjumst aldrei
svo lágt að drekka áfengi. Stíg-
um á stokk og strengjum þess
heit, að neyta aldrei áfengra
drykkja.
EUsabet Arnoddsdóttir
III. bekk bóknáms.
Ein á íerð
Það var dag einn í sumar, að
-ég ásamt fleirum var í ferða-
lagi inni á Þórsmörk. Við tjöld-
uðum í Fagraskógi rétt hjá
Mörkinni. Veður var mjög gott
þessa daga, sem við dvöldumst
þar, en það var mjög kalt á nótt-
inni. Þetta var berjaferð, svo að
við fórum snemma á fætur um
morguninn til þess að tína.
Klukkan hefur verið rúmlega
8, þegar allir voru tilbúnir, og
þá var lagt á stað inn eftir.
Fyrst í stað hélt hópurinn sam-
an, en svo dreifðist hann um allt.
Svo vorum við bara orðnar 4
telpur eftir í hóp. Við tíndum
dálítið, en annars var ekki mikið
af berjum, þar sem við vorum
Þegar klukkan var langt
gengin þrjú, héldum við af stað
til tjaldanna, uppgefnar, með
dálítið af berjum.
Það hefur verið allt að því 20
mínútna gangur til tjaldanna.
Þegar við komum þangað, var
enginn maður þar, svo að við
fórum að finna okkur eitthvað
í svanginn og laga til í tjaldinu
og finna ílát undir berin. Við
fórum að vaða í á, sem var rétt
fyrir neðan tjaldbúðirnar, þang-
að til fólkið fór að koma með
hátt í pokum af berjum. Þegar
búið var að borða og ganga frá
öllu þvi, sem þurfti, var farið
að tala um að leika sér. Jú, jú,
allir vildu það. Þá var ákveðið
að fara í „Eitt par fram fyrir
ekkjumann“. Þegar búið var að
leika sér góða stund, heyrðum
við, að einhver kallar: „Hæ, ertu
með mikið af berjum?“ Enginn
svarar. Þegar maðurinn kemur
nær, sjáum við, að þetta er kona.
Hún var dönsk. Hafði hún kom-
ið labbandi frá Stcru-Mörk á
3!/2 tíma og vaðið allar ár. Fór
fólkið að tala við hana. Sagðist
hún vera að leita að sæluhúsinu
inni á Þórsmörk. Þar sem svo