Blik - 01.05.1958, Page 71
B L I K
69
mælisbarnið kom til dyra og all-
ur krakkahópurinn á eftir, eft-
irvæntingin skein út úr augun-
um á þeim. Hvað skyldi hún gefa
henni ?
Ég óskaði afmælisbarninu til
hamingju með daginn og rétti
henni gjöfina. Hún var fljót að
slíta silkibandið utan af og kom-
ast að innihaldinu. Þegar ég leit
framan í hana, gat ég lesið af
andlitinu, eins og hún vildi
segja: bara inniskór. Hún tók
klaufalega í hendina á mér og
sagði: „Ég þakka þér fyrir.“
Svo lagði hún inniskóna frá sér
og fór að skoða Lísubók, sem
hún hafði fengið frá einum leik-
bróður sínum. Hún var af leik-
konunni Grace Kelly. Stelpurnar
voru að dást að því, hve hún
væri falleg. Ég stóð úti í horni
eins og auli með grátstafinn í
kverkunum af vonbrigðum og
gat ekki tekið þátt í aðdáun
þeirra. Ég, sem hélt, að henni
myndi þykja þeir svo fallegir og
mundi máta þá strax, og ef til
vill vera í þeim. Loksins birtist
mamma hennar í dyrunum og
bauð okkur til að setjast inn.
Við röðuðum okkur kringum
borðið. Síðan hellti hún súkku-
laði í bollana og bauð okk-
ur að gera svo vel. Eg hafði
svo að segja enga lyst, og mér
fannst, að súkkulaðið og kök-
urnar væri ekki eins gott eins
og mér hafði alltaf þótt það
vera.
Þegar við höfðum lokið okk-
ur af, áttum við að fara í leiki.
Við vorum þá ekki á eitt sátt um
það, í hvaða leik við skyldum
fara, og varð þess vegna ekki
úr neinu.
En allt á sitt upphaf, og allt
sinn endi, og þetta boð líka.
Ég trítlaði af stað heim, en
þó ekki eins létt í spori og þeg-
ar ég fór, því að ég hafði orðið
fyrir sárum vonbrigðum.
Ingibjörg Dragadóttir
Gagnfræðadeild.
Huldukonan
1 gamla daga, þegar fólk
trúði, að huldufólk væri í hverj-
um hól og hverjum steini, voru
á bæ einum í sveit tvö systkini.
Voru þau látin reka kýmar á
hverjum morgni upp á heiði,
sem svo var kölluð. Voru þau
oft smeyk að fara, því að uppi á
heiðinni voru klettar tveir, sem
þeim fannst líta út eins og karl
og kerling, og hafði þeim verið
sagt, að þetta væru Leppalúði og
Grýla. Morgun einn sem oftar
vora þau að reka kýmar. Þegar
þau voru komin upp á miðja
heiðina, bregður þeim heldur en
ekki í brún. Sjá þau konu blá-
klædda, sem hélt á blárri kaffi-
könnu, koma út úr gili einu.
En það var sagt, að huldukon-
ur væru alltaf bláklæddar.
Þegar konan kemur auga á