Blik - 01.05.1958, Page 76
74
B L I K
stiklu, hinum merka stað, þar
sem séra Hallgrímur Pétursson,
hið mikla sálmaskáld okkar ís-
lendinga, andaðist. Á Akranesi
var komið við og bærinn skoð-
aður lítilsháttar, en svo haldið
Ingólfur
Hansen.
í skyndi upp að Reykholti, bæ
Snorra Sturlusonar. Vildu þá
sumir taka upp hátt Snorra og
fá sér bað í Snorralaug og feta
þannig í fótspor þessa merka
höfðingja Sturlungaaldarinnar
og rithöfundar. I Reykholti tók-
um við margar myndir af stytt-
unni af Snorra, þessari ágætu
gjöf frænda okkar Norðmanna.
Einnig skoðuðum við kirkjuna
þar rækilega. Um kvöldið ókmn
við til Borgarness, þar sem
Gunnar Hlíðar hafði útvegað
okkur gistingu. Við sváfum í
bamaskólahúsinu. Þar gistu þá
líka sömu nótt nemendur frá
Selfossi, og kynntumst við þeim
dálítið. Sökum þess að lagfær-
ingar fóru fram á skólahúsinu,
urðum við að láta okkur nægja
að sofa í búningsklefum og bað-
herbergi skólans. Féll það í hlut
sumra stúlknanna að sofa í bað-
herberginu. Af ótta við það, að
drengjunum yrði sú freisting um
megn að skrúfa frá krönunum,
höfðu telpurnar lágt um sig,
þegar þær höfðu gengið til náða,
og er það þó talið sjaldgæft í
slíkum ferðalögum.
Næsta dag mestallan var ekið
viðstöðulítið vestur — vestur.
Aðeins var numið staðar andar-
tak á einstaka stað, svo sem
í Brautarholti, Búðardal, á
Hríshóli, hjá Brekku í Gilsfirði
og á Bæ í Króksfirði. Setzt var
að í Bjarkarlundi á Barða-
strönd. Þar gistum við um nótt-
ina. Um kvöldið skruppu nokkr-
ir okkar að Reykhólum, því að
þar er sundlaug. Þar busluðu
sumir af okkur rnn kvöldið
Sumiun okkar hitnaði heldur
betur þarna í lauginni og urðu
„grænir“. Varð einhverjum að
orði, að „grænkunni“ hefði
slegið út á þeim þarna á Reyk-
hólum. Sumum gekk seint og
erfiðlega að sofna um kvöldið,
af hvaða ástæðum, sem það nú
var.
Mohguninn eftir var haldið
heim á leið og var ferðinni heit-
ið til Reykjavíkur um kvöldið.
Á leiðinni komum við að
Skarði á Skarðsströnd, hinum
merka sögustað. og tók Kristinn
bóndi þar mjög vel á móti okkur.
Hann sýndi okkur ýmislegt
markvert á staðnum svo sem