Blik - 01.05.1958, Side 78
76
B L I K
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON,
skólastjóri:
Engilbert
Gíslason
áttræður
Á s.l. hausti varð einn af
gagnmerkustu borgurum þessa
bæjar áttræður. Það er Engil-
bert Gíslason málarameistari.
Með föndri sínu við listmálningu
í tómstundum sínum tel ég
Engilbert hafa unnið menning-
arsögu og atvinnusögu Eyjanna
svo mikið gagn, að það sæmi vel
ársriti Gagnfræðaskólans að
geyma nokkur orð um þennan
ágæta borgara áttræðan, og fer
það vel saman við markmið rits-
ins.
Engilbert Gíslason er fæddur
hér í Eyjum 12. október 1877,
sonur Gísla Engilbertssonar
verzlunarstjóra við Tangaverzl-
un og konu hans Ragnhildar
Þórarinsdóttur.
Gísli verzlunarstjóri var ætt-
aður frá Syðstu-Mörk undir
Eyjafjöllum. Hann fluttist til
Eyja 1862. Ragnhildur, móðir
Engilberts Gíslasonar, var ætt-
uð frá Neðra-Dal undir Eyja-
fjöllum.
Engilbert Gíslason ólst hér
upp og vann að verzlunarstörf-
um fram undir tvítugs aldur.
Um tíma var hann heilsulítill á
þessu aldursskeiði, en náði aftur
fullri heilsu eftir 4 ára veikindi.
Var þá afráðið með foreldrum
hans, að þessi sonur þeirra
skyldi fá að læra það, sem hugur
hans stundaði á og stefndi til,
en það var málaraiðn.
valla og skoðuðum markverð-
ustu staðina þar, svo sem Al-
mannagjá, Lögberg, Öxarárfoss,
Drekkingarhyl o. fl. Svo skrupp-
um við að Sogsfossum og skoð-
uðum virkjunina undir jörðu og
á og litum svo niður í Kerið í
Grímsnesi. Daginn eftir skoð-
uðiun við ýmis söfn í höfuð-
staðnum
Þetta dásamlega ferðalag
endaði með því, að við fórum öll
í Þjóðleikhúsið um kvöldið og
sáum óperettuna „Sumar í
Týrol“. — Hver nemandi var nú
frjáls og gat farið heim til Eyja,
er hann lysti, en farmiða fengum
við á vegum skólans. Hver nem-
andi lagði fram kr. 200.00 úr
eigin vasa. Annan ferðakostnað
greiddi ferðasjóður nemenda.
Mér er tjáð, að ferðalag þetta
hafi kostað rúmar 18.000.00
krónur. Ingólfur Hansen.