Blik - 01.05.1958, Page 79
E L I K
77
I ættum Engilberts Gíslason-
ar mun listfengi haf a verið ríkur
þáttur í gáfnafari. T. d. var
faðir hans listfengur og föndr-
aði við útskurð og lögun mynda
í tómstundum sínum.
Sumarið 1899 sigldi Engilbert
Gíslason til Kaupmannahafnar
til þess að hefja þar iðnnámið.
Hann sigldi með norsku gufu-
skipi, sem hét Mors og var í
iförum fyrir Bryde stórkaup-
mann (selstöðukaupmann), sem
rak verzlun í Reykjavík, Borg-
arnesi, Vík í Mýrdal og hér í
Eyjum. Engilbert kom til Hafn-
ar 13. ágúst og hóf málaranámið
10 dögum síðar hjá fyrirtækinu
Chr. Berg og Sön. Guðfinna
systir Engilberts var þá búsett
í Kaupmannahöfn. Þar var þá
einnig Einar Jónsson mynd-
höggvari. Þau voru kunnug, og
hafði Eina^r Jónsson útvegað
Engilbert Gíslasyni námsvist
fyrir orð Guðfinnu systur hans.
Engilbert féll viístin vel hjá
þeim dönsku og dvaldist þar við
námið í 3 ár, eða til ársins 1902,
er hann lauk námi. Eftir það
vann hann hjá meisturum sín-
um og húsbændum í eitt ár.
Kaup það, sem Engilbert
Gíslason fékk, er hann hóf iðn-
námið, nam 8 krónum á viku.
Síðan skyldi kaupið hækka eftir
því sem meistararnir afréðu
sjálfir. Þriðja árið nam það 16
krónum á viku. Daglegur vinnu-
tími var frá 7—7 og þar af
Engilbert Gislason.
tvær stundir til matar eða 10
vinnustundir á dag.
Af kaupi þessu varð Engilbert
að greiða fæði, húsnæði og aðr-
ar nauðþurftir. Miðdegisverður
kostaði almennt 50 aura og allt
dagfæðið eina krónu. En með
því að Engilbert keypti sér ein-
vörðungu miðdegisverð, en hafði
svokallaðan skrínumat að öðru
leyti, hrökk kaupið nokkurn
veginn fyrir brýnustu nauð-
þurftum.
Meðan Engilbert Gíslason
dvaldist í Kaupmannahöfn not-
aði hann tómstundir sínar m. a.
til þess að skoða listasöfnin þar
í borg. Hefir hann sjálfsagt síð-
ar á lífsleið sinni notið góðs af
þeim heimsóknum sínum í lista-
söfnin.