Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 85
B L I K
83
Margvíslegar eru þær breyt-
ingar, sem orðið hafa á aðbún-
aði og starfsháttum manna hér
á landi síðustu áratugina. Ekki
eru breytingarnar hvað minnst-
ar varðandi farartæki og ferða-
lög á sjó og landi. Nú komast
menn á fáum stundum sitjandi
í þægilegu sæti þurrir og hlýir,
þá leið, sem áður var farin á
mörgum dögum með miklum
EINAR SIGURFINNSSON:
„Oft
eru
kröggur
í vetrarferöum"
erfiðleikum og vosi. Oft var þá
teflt í tvísýnu, hvort takast
mætti að komast slysalaust yfir
vötn og aðrar torfærur.
Eg ætla hér að segja frá
stuttri kaupstaðarferð. Hún er
lítið sýnishorn þess, hvemig var
að ferðast að vetrariagi allt
fram á þessa öld. Var þá mörg
ferðin erfið og hættuleg, svo sem
ýmsar sagnir votta.
Það var skömmu fyrir jól
veturinn 1909, að ég þurfti að
fara snögga ferð að Vík í Mýr-
dal. Ég átti þá heima í Meðal-
landi í Vestur-Skaftafellssýslu.
Sú sveit er austanvert við Kúða-
fljót.
Ég lagði af stað gangandi í
góðu veðri. Snjólaust var að
mestu leyti á láglendi, enda
hafði þíðviðri verið síðustu
dagana.
Kúðafljót var ísi lagt, en nú
vora víða komnar vakir, og ís-
inn orðinn varasamur.
Ég gekk við trausta vatna-
stöng með beittum broddi. Hún
var ómissandi förunautur í vetr-
arferðiun.
Ég kom að Söndum. Sá bær
stóð á hólma í Kúðafljóti og
var sjálfsagður viðkomustaður
flestra, sem fóru yfir þetta
mikla og oft torfæra vatnsfall.
Enda var þar jafnan til reiðu
leiðsögn, fylgd eða hver annar
greiði, sem ferðamenn þurftu
með.
Sá hluti Kúðafljóts, sem fell-
ur vestan við Bæjarhólm kall-
ast Ytra fljót. Þar er Gvendar-
áll og Skálm. Nú var það gott
yfirferðar gangandi manni. Víða
var þó ísinn veikur, og aðgæzlu
þurfti að hafa, því að misstigið