Blik - 01.05.1958, Page 93
B L I K
91
hér prestur, eftir að hann kom
heim, og dó hér árið 1639.
Hellir sá, sem séra Jón Þor-
steinsson var myrtur í, hét
Rauðhellir. Hann var skammt
fyrir utan túngarðinn á Kirkju-
bæ. Sá hellir hefir verið stór og
mjög sprunginn hið innra. Tvær
konur, sem leitað höfðu hælis
þar um leið og séra Jón, höfðu
komið sér fyrir í sprungu nokk-
urri innarlega í hellinum. Þær
sáu þaðan allt það, sem gerðist,
þegar séra Jón var myrtur og
fólk hans handsamað. En ræn-
ingjarnir urðu kvenna þessara
ekki varir, og komust þær af.
Hellir þessi var fallinn um
1700, og sjór, sem gengið hefur
þar á land, fjarlægt allar leifar
hellisins, svo að ekkert sér nú
af honum.
Gröf séra Jóns píslarvotts var
fyrir löngu gleymd, en af tilvilj-
un einni fannst hún 20. maí
1924. Bóndi nokkur á Kirkjubæ
var að pæla jarðeplagarð sinn.
En garður þessi var þar, sem
bænhúsið átti að hafa staðið.
Rekan rakst á stein í moldinni.
Af því að hann hafði oft áður
hitt á stein þennan, er hann
pældi garðinn, þá ákvað hann nú
=^ggjj MYNDIN TIL VINSTRI:
Steinn sá, er Eyjabúar reistu á leiði séra
Jóns pislaruotts Þorsteinssonar 1927, ng
var hann gerður eftir gamla steininum
Sjá grein séra Jes A. Gislasonar.
Trausti Eyjólfsson, bóndi að BreiÖa-
bakka, geröi teikninguna.
að taka steininn upp. Hann gerði
svo, en sá þá, að letur var á
steininum. Steinninn var síðan
hreinsaður. Hann er úr hörðu
móbergi, og höfðu fjalir legið
um hann, en voru nú fúnaðar.
Hann var brotinn um þvert í
miðju, og úr honum fallið á öðr-
um endanum. Steinninn er sjálf-
ur hvorki veglegur né letrið á
honum. Hann er 111 cm á lengd
og 54 cm á breidd, þar sem hann
er breiðastur. Á honum er þetta
letrað:
Mitt hold hvílist í voninne.
Psalm. XVI : V : 9 1627, S. Jon
Þozsteso occisvs 17. júlii.
Sálmur sá, sem vitnað er í,
mun vera Davíðssálmur 16, 9,
samkvæmt Biblíu frá 1747. Occ-
isus = veginn (drepinn), af
latneska orðinu: occido. —
Steinninn var fluttur til Reykja-
víkur og er geymdur þar á forn-
minjasafninu.
Árið 1927 voru 300 ár liðin
frá þessum sorglega atburði hér,
Tyrkjaráninu. Þessa atburðar
var þá minnzt hér þannig sunnu-
daginn 17. júlí (1927): 1. Guð-
þjónusta í Landakirkju. 2. Lagð-
ur blómsveigur á gröf séra Ólaf s
Egilssonar, sem er í gamla
kirkjugarðinum hér. 3. Afhjúp-
aður minnisvarði, sem Eyjabúar
höfðu reist á gröf séra Jóns
píslarvotts í Kirkjubæ. — Fór
athöfnin öll veglega fram og var
mjög fjölsótt. /• A- G■